Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 87
85
áður hafa verið nefndir. Ritdómarinn fjallar nær ein-
göngu um innihald kvæðanna, en lætur ytri búning og
frágang liggja milli hluta. Ber ritdómurinn vitni um góð-
an lestur og innlífun, en ekki síður glöggan skilning á því
lífi, sem lýst er í Á ferð og flugi. Á einum stað er svo að
orði komizt: ,,Það er eins og höf. hafi grafið inn undir
yfirborð hins útlitsfágaða þjóðlífs, og kynnt sér ástandið
eins og það er i innsta eðli sínu.“ Þessi ritdómur tekur
hinum fyrrgreindu einnig fram í því, að hann getur
Vögguvísna og Kvelds. Er hér, eftir því sem mér er kunn-
ugt, í fyrsta sinn borið lof á kvæðið Kveld. Umsögnin um
það endar á þessum orðum: „Maður getur ekki vel tekið
eitt fram yfir annað, því það er eitt gullstykki."
Þá birtist ritdómur eftir síra Friðrik Bergmann í árs-
ritinu Aldamót árið 1900. Minnir hann um margt á rit-
dóm Einars Hjörleifssonar. Hefur Stephan sjálfur rakið
þann skyldleika í grein sinni 1 veðrinu út af Vafurlog-
um.1 Þess ber þó að geta, að síra Friðrik neitaði því í
bréfi til Stephans 5. ágúst 1907, að um áhrif frá Einari
væri að ræða.2 3
Síra Friðrik segir Stephani margt til hróss. Hann dáist
að gáfum hans og snilld í náttúru- og ferðalýsingum og
telur, að hann standi fáum íslenzkum skáldum að baki
að frumleik og hugsanaauði. En á hinn bóginn gerir hann
mikið úr því, hve Stephan sé myrkur og torskilinn og lítt
við hæfi alþýðu. Friðrik leitar eftir skýringu á þessu, og
er hún nokkuð einstök í sinni röð. Hann telur, að Stephan
sé mannafæla og jafnvel mannhatari. Tiltrúin til mann-
anna sé horfin. „En gremju sína yfir mönnunum og lífinu
lætur hann langmest bitna á kirkjunni og aumingja prest-
unum. ... Ég held hann sé orðinn konungurinn í ríki
pessimistanna hjá oss lslendingum,“ segir síra Friðrik.s
Það vekur nokkra furðu að finna þessa skoðun setta
1) Sjá Bréf og ritgerðir IV, 277. og 279.—280. bls.
2) Bréfið er í vörzlu Finnboga Guðmundssonar cand. mag.
3) Aldamót, X. árg., 155,—156. bls.