Studia Islandica - 01.06.1961, Side 14
12
Við komumst þó ekki hjá að gera ráð fyrir, að hér
hafi hið unga og hreinskilna skáld tekið munninn of full-
an. Sjálfur viðurkennir Stephan í bréfi frá 1910, að á
fyrstu árunum í Ameríku, er hann dvaldist í Wisconsin
(1873—’80), hafi hann ekki verið orðinn ,,eins hrein-
vantrúaður“ og síðar,1 2 3 og í Ijóðabréfi til unnustu sinnar,
Helgu Jónsdóttur, árið 1877 kveður hann um eilífar sam-
vistir þeirra annars heims. Loks er þess að gæta, að enn
átti Stephan um 11 ára skeið nokkra samleið með söfn-
uðum og kirkjuleiðtogum eða til ársins 1886, er hann
sagði með öllu skilið við kirkju og kristnihald. Víkjum
þá að kirkjumálaafskiptum Stephans.
Á Wisconsinárunum var Stephan í söfnuði hjá sr. Páli
Þorlákssyni, og var þeim vel til vina. Ýmsar efasemdir
mun Stephan þó hafa látið í ljós, en ekki svo, að áhrif
hefði á safnaðarmálin þar. Árið 1880 fluttist Stephan til
N-Dakota ásamt sr. Páli. Sótti hann safnaðarfund, er
sr. Páll myndaði fyrsta söfnuðinn í Garðarbyggð og var
meira að segja ritari. Þó vildi hann ekki samþykkja safn-
aðarlögin í heild vegna tveggja greina. Fjallaði önnur
þeirra um játningaritin, en hin bannaði konum aðild að
stjórn safnaðarmála. Þrátt fyrir þennan ágreining var
Stephan í söfnuðinum, þar til síra Páll andaðist 1882.
Eftir fráfall hans klofnaði Garðarsöfnuður vegna þess-
ara ágreiningsmála, og fylgdi meiri hlutinn Stephani að
málum. Var safnaðarbrot þetta nefnt Parksöfnuður.2 Um
þetta farast Stephani svo orð í bréfi 1910: ,,Satt að segja,
óafvitandi, var nú þetta safnaðarbrot á Garðar (tómir
leikmenn) að berjast fyrir því, sem nú er kölluð „nýja
guðfræðin", þ. e. a. s. neitun á óskeikulleik játninga og
ritninga.“3
En nú gerðust atburðir í trúarlífi Vestur-lslendinga,
sem torvelduðu söfnuðum og safnaðarbrotum að fara
1) Sjá Bréf og ritgerðir I, 237. bls.
2) Sjá aukablað með Sameiningunni 1. árg. 1886, 1. bls.
3) Bréf og ritgerðir I, 283. bls.