Studia Islandica - 01.06.1961, Side 63
61
Frásögnin af uppvexti Ragnheiðar og basli foreldra
hennar er raunsönn lýsing á kjörum Islendinga í Winni-
peg á frumbýlingsárum þeirra þar, einkum á tímabilinu
1875—’80.1 Á þessum árum var aðstaða þeirra mjög örð-
ug. Fátækir voru þeir að sjálfsögðu og öllu ókunnugir,
ekki sízt gangi viðskiptalífsins. Fæstir þeirra skildu ensk-
una og áttu því óhægt um vik að koma ár sinni fyrir borð.
Atvinna karla var stopul mjög. Aftur á móti gátu stúlk-
ur án mikillar fyrirhafnar ráðizt í vistir fyrir allgott
kaup. Þær höfðu því fasta vinnu allt árið, og urðu marg-
ar þeirra bjargvættir foreldra og systkina. Var til þess
tekið, hve mikið þær létu af hendi rakna við fjölskyldur
sínar, einnig þótt foreldrarnir byggju í sveitunum.
Frásögn Stephans um flutning foreldra Ragnheiðar út
í sveit er einnig í fullu samræmi við sögulegar staðreynd-
ir. Þegar Islendingabyggð hófst í Norður-Dakota laust
fyrir 1880, losnaði um marga Islendinga í Winnipeg. Olli
hvort tveggja, að margir höfðu frá litlu að hverfa, enn
fremur hitt, að mikið var um fólksflutninga frá Nýja-
Islandi suður til Dakota. Komu margir Islendingar við í
Winnipeg á leiðinni og hvöttu aðra til að flytjast suður.
Fluttust þá margir framtakssamir Islendingar suður fyr-
ir landamærin. En vistráðnu stúlkurnar urðu eftir í
Winnipeg, því að þeim buðust ekki betri kostir annars
staðar. Leiðir þeirra og vandafólksins skildust þá að
meira eða minna leyti. Stúlkurnar voru í vistum hjá
enskumælandi fólki, einkum af efnaðra tagi, og litu þær
upp til þess, þótt það liti niður á þær. Þær hafa eflaust
kappkostað að læra enskuna fljótt, en allt um það nutu
þær lítillar eða engrar menntunar. Líf margra þeirra hef-
ur orðið án takmarks, en freistingar margar. Hafa ýms-
ar stúlkur þannig horfið smátt og smátt af hinu íslenzka
sjónarsviði.
Eftir að kirkjulíf tók að eflast meðal Islendinga vestra,
1) Sjá frásögn sr. Fr. J. Bergmanns, Almanak Ól. Th. 1903, 56.—63. bls.