Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 56
54
1 ferðasögunni hér staðfestir Stephan enn fremur þau
orð prestsins, að í hvert sinn, sem Islendingur glatar áliti
sínu í þessu landi allra þjóða, verður það löndum hans til
ávirðingar og óþæginda. Þannig skýrist það, er írski sam-
ferðamaðurinn tekur að hæða og spotta sögumann við
fyrstu sýn.1 Og samtal hans við sessunautinn í lestinni
litlu síðar leiðir í ljós, að innflytjendurnir eru langminn-
ugir á þjóðerni, er svona stendur á:
Um nöfn vor þó skiptum og skiljum við þau,
sem skugginn oss það fylgir samt.
1 fjarlægum héruðum heilsar það oss,
þó höfum ei vænzt til þess grand,
og það situr fyrir í fjörunni, hvar
sem fótum vér stígum á land.2
Þriðja aðalsöguhetjan er prestsfrúin. Stephan leiðir í
ljós tvö öfl, sem togast á um persónuleik hennar og gefur
til kynna horfurnar í þeirri togstreitu. Annars vegar er
upplag hennar: heilbrigð náttúrugreind, örlyndi og hrein-
skilni. Á hinn bóginn er „venjan og guðræknin“, sem hafa
smám. saman verið að breyta henni í ,,maddömu“. Þessi
myndbreyting er þó ekki. alger orðin:
og hæverskugríman að fullu ei féll
ið fjörlega andlitið við.3
Framkoma frúarinnar er í fyrstu óræð, hún leynir sér
með þóttasvipnum. En þegar hún tekur þátt í samtali
eiginmanns síns og sögumanns, fær hreinskilnin og sann-
girnin yfirhöndina. Hún telur, að presturinn gæti borið
sannleikanum vitni með því að leiðrétta ýmiss konar mis-
skilning varðandi Ragnheiði. Enn fremur styrkir hún
málefni sögumanns með því að benda á, að faðir Ragn-
heiðar hefur lagt kirkjunni fé vegna dóttur sinnar. Loks
kveðst hún þess albúin að fylgja Ragnheiði til grafar.
1) Sbr. Utan úr óbyggðum, Andvökur II, 24. bls.
2) Gamall svipur, Andvökur II, 37. bls.
3) Dagdómar, Andvökur II, 47. bls.