Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 17
15
Hann neitaði að ganga í söfnuðinn og taldi sig jafn-
framt lausan allra mála hjá kirkjufélaginu. Vafalaust
hefur honum verið fullljóst, hverja stefnu kirkjumál
Vestur-lslendinga höfðu tekið og örvænt mundi að beina
kirkjunni í frjálslyndari átt. Var hann upp frá þessu ut-
an safnaðar.
Kirkja Vestur-lslendinga var ekki ríkiskirkja, heldur
frjálst félag, ríkisstjórninni með öllu óháð og óviðkom-
andi. Algert trúfrelsi var að formi til ríkjandi. Menn
gengu í söfnuðina af frjálsum vilja, en gátu annars verið
utan safnaðar. Þessi skipan var sr. Jóni Bjarnasyni að
skapi. Hann taldi, að þar sem frelsi ríkti, ættu trúar-
brögðin einnig að vera frjáls. Kirkjan hefði upphaflega
verið stofnuð sem frjálst félag, og í heilagri ritningu
benti ekkert til þess, að ætlazt hefði verið til, að hún
skyldi fyrr eða síðar verða háð valdstjórn.1
Hitt var sr. Jóni ljóst, að við þessar aðstæður yrði
lútherska kirkjan að heyja harða baráttu fyrir tilveru
sinni, bæði við aðrar kirkjudeildir og ekki sízt sjálfa van-
trúna, sem um þessar mundir sigldi í kjölfar raunsæis-
stefnunnar og framfara í náttúruvísindum. En slík bar-
átta var honum ekkert sorgarefni, því. að hann var ein-
mitt sannfærður um, að baráttan gegn vantrúnni væri
lífsskilyrði trúarinnar. Að öðrum kosti hugði hann, að
værð mundi færast yfir trúarlífið. Bókstafsdýrkun kirkju-
félagsmanna lofaði engu umburðarlyndi, og afstöðu fé-
lagsins til þeirra Islendinga, sem utan þess stóðu, markaði
sr. Jón með þessum orðum Biblíunnar: „Hver, sem ekki
er með mér, hann er á móti mér.“ 2
Um þær mundir, sem kirkjufélagið var stofnað, voru
safnaðarmál Vestur-lslendinga víðast skammt á veg kom-
in. Prestar voru fáir og mikill meiri hluti fólksins utan
safnaða. Að sjálfsögðu var það brýnt hagsmunamál fé-
laginu að fá sem flesta í söfnuðina, svo að unnt væri að
1) Sameiningin 1886, I. árg. nr. 3, 38. bls.
2) Sameiningin 1886, I. árg. nr. 3, 39. bls.