Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 150
148
að kveðast á við hann. Að hann hafi gert það af ásókn
eftir sál Kolbeins eins, þótti mér of smálegt, enda er það
marg útunnið af ýmsum. Ég kalla annars þessa veru
„Höfðingja þessa heims“, en læt Kolbein sjálfan segja
fyrir sig, hver hann er. Nú, Höfðinginn er nú reynd-
ar ekkert nema kænn umsýslumaður í sínum verka-
hring, sem er: Að gera menn að ómennum, þjóðirnar,
sem ögn hafa mannazt, að skríl aftur. Helzta ráðið er
að spilla tungumáli þeirra. Þar hefir latínan dugað vel,
með henni hefir Höfðinginn sigrað Gota og Grikki. En
alþýðumálin eru að ná sér niðri. Þýzkan í kirkjunni er
Höfðingjanum ills viti. Á ísl. varð honum lítið lið að
latínunni, en hefir betri von um dönskuna. Skáldin hafa
verið honum oft til hindrunar, ekki sízt alþýðuskáld,
einkum á íslandi. Kolbeinn er einn af þeim, og því vill
hann koma honum á glæ.“1
Það vekur í sjálfu sér enga furðu, þótt Stephan hafni
skýringu þjóðsögunnar á eðli Kölska og tilgangi. Hann
var ekki trúaður maður, a. m. k. ekki í venjulegum
skilningi þess orðs. Kemur það víða fram í kvæðum hans
og bréfum. Hann trúði ekki á tilveru guðs eða líf eftir
dauðann, þótt hann væri of sannleiksleitandi maður til
þess að neita því algerlega, að slíkt kynni að vera til í
einhverri mynd.2 Og ennþá síður trúði hann á djöfulinn
og helvíti. Hins vegar trúði hann á framvindu lífsins, að
ekkert yrði að engu, á eilíft líf í þeim skilningi.3 Stephan
hlaut því, samkvæmt eðli sínu og lífsskoðunum, að finna
nýja skýringu á þjóðsögunni, á Kölska sjálfum og tilgangi
hans með því að kveðast á við Kolbein. Og hjá Stephani
verður Kölski persónugervingur tortímingaraflanna í
heiminum. Hans hlutverk er ,,að afmenna hvívetna, hátt
eins og lágt.“4 Að því vinnur hann sem Breti, Blámaður
1) Bréf og ritgerðir I, 342. bls.
2) Sbr. t. d. kvæðið André Courmont.
3) Sjd t. d. Bréf og ritgerðir I, 220. bls., og niðurlag kvæðisins Kveld.
4) Andvökur III, 76. bls.