Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 125
123
það, að 25. september þá um haustið hafði verið birt í
blaðinu vísa eftir Kolbein úr Grettisrímum, vísan „Alda
rjúka gjörði grá.“ Var hún þar ranglega eignuð öðrum
höfundi. Leiðrétting á þessu kom svo í Lögbergi 23. okt.
eftir Halldór Daníelsson. Segir hann þar sem er, að vísan
sé úr Grettisrímum Kolbeins, og vísar um leið til smá-
greinar, er Sighvatur Grímsson Borgfirðingur ritaði í
Tímarit Bókmenntafélagsins (V. árg., 251.—254. bls.),
þar sem hann segir nokkuð frá Kolbeini og verkum hans.
Má geta þess hér, að sú grein var líka rituð sem leiðrétt-
ing, þar sem Benedikt Gröndal hafði í grein, er hann
nefndi Um fornan kveðskap Islendinga og Norðmanna
og birtist í Tímariti Bókmenntafélagsins (III. árg., 1882),
eignað þessa sömu vísu Hallgrími Péturssyni. Sýnir þetta
litla dæmi, að ekki hafa verk Kolbeins verið orðin mönn-
um vel kunn, er hér var komið sögu. 1 framhaldi af þess-
um skrifum Halldórs Daníelssonar um vísuna „Alda rjúka
gjörði grá“ birti Lögberg svo þáttinn um Kolbein í næsta
blaði, 30. október.
1 formálsorðum fyrir þættinum segir ritstjórinn1 nokk-
ur deili á Kolbeini framar en gert er í þættinum sjálfum.
Getur hann þess m. a„ að Kolbeinn hafi fundið upp nýjan
bragarhátt, er við hann sé kenndur og nefndur Kolbeins-
lag, og birtir sem sýnishorn vísuna „Raddarteinn mér
rénaði einn“.2 Þá vísu birti Sighvatur Grímsson líka í
grein sinni í Tímariti Bókmenntafélagsins, og virðist mér
líklegast, að þangað sæki ritstjórinn, a. m. k. að einhverju
leyti, þekkingu sína á Kolbeini og kveðskap hans. 1 lok
þessa forspjalls gerir ritstjórinn svofellda grein fyrir þætt-
inum sjálfum: „Þátturinn er hér prentaður eftir hand-
riti Gísla, úr bók þeirri, er dr. O. Stephensen á og fyrr
hefir getið verið í blaði voru. Þess má geta, að nokkrum
1) Aðalritstjóri Lögbergs var þá Stefán Björnsson, siðar prestur, en að-
stoðarritstjóri var Kristján Sigurðsson, cand. phil. Mun hann hafa séð um
alþýðuvísnabálk þann, er þáttur Gísla var birtur i.
2) Sveins rímur Múkssonar, III. ríma, 14. erindi.