Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 130
128
hefur þá verið búinn að viða að sér annars staðar frá.
Til dæmis styðst hann við Sciagraphia Hálfdanar meist-
ara Einarssonar, er hann talar um skáldskap Kolbeins,
og líklega einnig Árbækur Espólíns varðandi sögnina um
Sveins rímur Múkssonar. Þennan stofnþátt um Kolbein
eykur hann svo og endurbætir, ekki aðeins einu sinni,
heldur tvisvar. Eru handritin Lbs. 1128 4t0 og J. S. 302
4t0 árangur þeirrar iðju.
Hér að framan voru færð rök að því, að Stephan muni
aldrei hafa séð handritin Lbs. 1128 4t0 og J.S. 302 4t0.
En þá er eftir að ganga úr skugga um það, hvort hann
kunni að hafa lesið handrit O. Stephensens, annaðhvort
heima á Islandi eða fyrir vestan haf, áður en Lögbergs-
þátturinn var prentaður eftir því. Handrit þetta mun,
eins og fram hefur verið tekið, yngra en Lbs. 1124
4to, en það er talið ritað um 1850. Handrit O. Stephen-
sens hefur Gísli því ekki skrifað fyrr en eftir að hann
fluttist til Flateyjar. Má því telja nálega loku fyrir það
skotið, að Stephan hafi séð það heima á Islandi, fremur
en hin handritin tvö, þótt við þekkjum að vísu lítt til fer-
ils þess, áður en það barst til Vesturheims.
Þá er að athuga líkurnar fyrir því, að Stephan hafi
séð handritið, eftir að hann kom vestur. Eigandi þess,
sem í Lögbergi er nefndur dr. O. Stephensen, mun hafa
verið Ólafur læknir Stephensen í Winnipeg. Hann var
sonur sr. Stefáns Stephensens í Vatnsfirði. Fluttist hann
vestur um haf árið 1894. Hann hefur þá sennilega farið
með handritið með sér. Þó er hugsanlegt, að hann hafi
ekki fengið það í hendur fyrr en eftir lát föður síns árið
1900, ef hann hefur fengið það frá honum. Ólafur læknir
mun alltaf hafa átt heima í Winnipeg, og hef ég ekki get-
að fundið neinar heimildir fyrir því, að þeir Stephan
hafi þekkzt, enda svo mikil fjarlægð þeirra á milli, að
þess er varla von. Má geta þess m. a., að Stephan minn-
ist aldrei á Ólaf í bréfum sínum. Verður því að teljast