Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 49
47
varð gullsnara fépúkans, harðara heft
um hlekkbundinn öreigans fót.1
Að síðustu átelur Stephan þann hugsunarhátt að
treysta mætti gullsins til hvers, sem vera skal. Þegar
Ragnheiður hefur fórnað lífi sínu til að bjarga barninu,
vill móðirin sýna minningu hennar verðugt þakklæti.
Þeirri þrá fullnægir hún einungis með fjárframlagi til
útfararinnar, en fylgir Ragnheiði ekki til grafar. Þessu
lýsir Stephan með kaldhæðni:
En „frúin in göfuga“ viðstödd ei var,
þó væri henni málefnið skylt,
— en „vandaða útför“ hún samt hafði sent
í sinn stað — því henni var illt!2
Svipuð sýndarmennska kemur einnig í ljós, er hún
lætur letra nafn dóttur sinnar á legstein Ragnheiðar,
— svo fólk gæti fræðzt,
hvers „forlag“ um kostnaðinn sá.3
V
Mannlýsingar og náttúrulýsingar
f bréfi til Eggerts Jóhannssonar, 14. des. 1907, telur
Stephan Á ferð og flugi meðal þeirra kvæða, er nota
mætti sem heimild um sig og skoðanir sínar, ef ævisaga
sín yrði rituð.4 Sýnir þetta ásamt mörgu öðru, að sögu-
maðurinn í kvæðinu er hann sjálfur. Það er og mála
sannast, að gagngerðasta mannlýsingin hér er sjálfslýs-
ing Stephans, enda þótt aðrar persónur séu skýrt dregn-
ar. Meðal þeirra hefur hann líka sérstöðu. Hlutverk hans
er að vera skynjandi og skýrandi þeirra atburða og lífs-
mynda, sem fyrir ber, án þess hann grípi verulega inn
1) Námabærinn, Andvökur II, 28. bls.
2) Almenningsálitið, Andvökur II, 52. bls.
3) ,,Svo fyrirdæmi ég þig ekki heldur“, Andvökur II, 55. bls.
4) Bréf og ritgerðir I, 165. bls.