Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 52
50
Stephan gæfi sig annars lítt við að lýsa kvenlegri fegurð.
En auðsætt er, að hér er tilgangurinn ekki einungis sá
að draga upp glæsilega mynd eins og vandi Stephans var,
er hann málaði með orðum fagrar náttúrumyndir, held-
ur er jafnframt reynt að leiða í ljós reynslurúnir liðinna
ára. Lesandinn rennir strax grun í, að æskuár Ragn-
heiðar hafa verið gleðivana. Staðfestuleysinu er snilld-
arlega lýst:
Og mér eins og útplöntuð lilja hún leizt
með lausa og veiklaða rót.1
Loks undirbýr þessi lýsing hina síðari mynd skáldsins
af Ragnheiði, er þau hittast í annað sinn að mörgum ár-
um liðnum. Myndirnar eru ólíkar, en eitt er þeim sam-
eiginlegt: hin „ljósskæru“ augu. Á þeim þekkir hann
Ragnheiði aftur.2
Enn meiri alúð leggur Stephan við að lýsa innræti
Ragnheiðar, tryggð hennar við foreldra og heimili, sem
togast á við skylduræknina. Vegna mannfélagsádeilu
kvæðisins var nauðsynlegt að gera sem ljósast, að í Ragn-
heiði var ekki ills þegns efni vaxið. Þetta taldi Stephan,
að sér hefði vel tekizt: „Hefir mikið betur verið lýst
tryggð barns til foreldra og heimilis í íslenzkum ljóðum
en ég hef gert hjá Ragnheiði, eða hafi það aldrei bæri-
lega gert verið, er það ekki bærilega gert? Það er einn
sá kafli í kverinu mínu, sem mér er annast um.“ 3 Fátítt
er að finna svo lofleg ummæli hjá Stephani um skáldskap
sinn. Hér fór Stephani sem oftar, að honum lét betur
að yrkja um það, sem hann gat virt og dáð. Hann kvaðst
ekki hafa ort um þær stúlkur íslenzkar, sem „legðu litla
rækt við sakleysishugmyndina" — „bara setti Ragnheiði
litlu unga inn í amerísku menntunina, sem henni var
unnt að ná í, og íslenzku kirkjuna, sem ól hana hér upp
1) RagnheiSur litla, Andvökur II, 19. bls.
2) Gamall svipur, Andvökur II, 37. bis.
3) Bréf og ritgerðir I, 105. bls.