Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 66
64
til Baldurs Sveinssonar.1 Hinu neitaði Stephan ekki, að
förupresturinn og Friðrik væru eitthvað líkir. „En „móð-
ins“ prestur í „Á ferð og flugi“ er náttúrlega sr. Friðrik,“
segir hann í bréfi til síra Rögnvalds Péturssonar,2 og vel
lét hann sér líka, þótt menn þættust finna þennan skyld-
leika.3
Sé því trúað, að Stephan hafi ekki ort um Friðrik vis-
vitandi, verður að gera ráð fyrir, að minning hans hafi
búið í dulvitund skáldsins við sköpun umræddrar persónu,
svo margt virðist hér líkt. Slíkt er enn fremur eðlilegt,
þegar þess er gætt, að þeir höfðu löngum verið kunn-
ugir. í æsku voru þeir saman við nám hjá síra Jóni Aust-
mann á Halldórsstöðum í Bárðardal, og þegar vestur
kom, voru þeir fyrst samvistum í Wisconsin, liðlega tvít-
ugir að aldri. Enn fremur bjó Stephan í Dakota, þegar
Friðrik vígðist þangað prestur 1886, „fullur af líkamlegu
og andlegu fjöri.“4 Sbr.:
Og ég hafði verið við „vígsluna“ hans,
hann „valsa“ með Ragnheiði sá;
og innan við tvítugt við „tuskuðumst“ oft
og tvítugir „drukkumst við á“.5 6 7
Enn skýrara samræmi kemur í ljós, ef lýsing klerks-
ins er borin saman við ýmis ummæli Stephans um síra
Friðrik. Skulu tilfærð nokkur dæmi:
„Við síra F. þekkjumst vel. Sem „stórveldin“ saman við
Höfum í ýmsu átt, en aldrei í sælduðum margt,
illsku, ekki á mína hlið, það veit en sífellt í „vopnuðum frið.“ 7
ég víst.“ 6
1 Dakota höfðu þeir sr. Friðrik og Stephan verið and-
stæðingar í skoðunum og afstöðu til menningarmála, eins
1) Andvökur IV, 434. bls.
2) Bréf og ritgerðir I, 232. bls.
3) Sama bréf.
4) Lýsing Thorstínu Jackson. Sjá Sögu ísl. í N-Dakota, 63. bls.
5) Vagn á vegi, Andvökur II, 39. bls.
6) Bréf og ritgerðir II, 34. bls.
7) Vagn á vegi. Andvökur II, 39. bls.