Studia Islandica - 01.06.1961, Page 33
31
sem nefnd er Sally. Þegar hér er komið sögu, er hún
vændiskona, og svallar hann fyrir fé hennar. En nú er sú
tekjulind á þrotum sökum þeirra breytinga, sem orðnar
eru á bæjarlífinu. Þá missir íslenzka konan athvarf sitt;
húsráðandinn vísar henni á dyr.
Næsti kafli kvæðisins, hinn IX., nefnist Daginn eftir
hlákuna. Þar víkur skáldið frá söguþræðinum og dregur
upp mynd af útliti landsins í veðrabrigðunum. Mun ég
ekki ræða það efni að sinni. Sama gildir um tíunda kafla,
en þar segir frá brottför eimlestarinnar og ferð hennar
„austur og o’n á við“. XI. kaflinn, Gamall svipur, hefst
þar, sem athygli lesandans er beint að samferðafólkinu.
Eftirtekt þess dregst að stúlkunni, sem situr gegnt
sögumanni:
Það leit út sem þekkti hana karlmaður hver,
hjá konum á vandfýsni bar;
ég vissi ei, hvort orðstír var orsök til þess
eða aðeins að fögur hún var.1
Brátt fær sögumaður að vita, að stúlkan er landi hans,
Sally O’Hara, sem hafði verið hrakin að heiman kvöldið
áður. Grunurinn um orðstír hennar er staðfestur með
annarri frásögn. Hún lætur vel að litlu barni, sem hefur
fært sig til hennar. Von bráðar kemur móðir þess, klædd
sem hefðarkona, og hrífur það frá henni með vandlæt-
ingarsvip. I vonbrigðunum verður íslenzku stúlkunni lit-
ið á sögumann. Þá þekkir hann aftur augu Ragnheiðar.
XII. kaflinn, Kvöldskuggar, er örstuttur, en myndar
atriðaskil í frásögninni. Sögumaður gengur út úr klefan-
um til að anda að sér fersku lofti. Bregður skáldið þá
upp mynd af rökkurferð lestarinnar, sem nú er komin
út á víðlendið. Sögumaður snýr inn aftur, en fer nú í
annan vagn af löngun eftir tilbreytingu. Þarna hittir
hann íslenzkan prest, sem hafði ásamt konu sinni slegizt
1) Andvökur II, 35. bls.