Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 161
159
Að enn mátti finna upp sigur og söng
í samhljómum laganna fornu.1
I samkveðlingum þeirra Kolbeins og Kölska er fólginn
kjarni kvæðisins, eins og áður hefur verið sagt. Þeir eig-
ast þar við um örlög Islands og íslenzku þjóðarinnar og
leggja henni lífsreglurnar, hvor á sinn hátt. Kölski er
frummælandinn í fyrri lotu kvæðasennunnar og gefur
þjóðinni þau ráð til eftirbreytni, er leiða mundu til al-
gerrar glötunar og tortímingar, ef fylgt væri. Kolbeinn
grípur jafnharðan á lofti hvert hinna eitruðu skeyta,
snýr bölbænum í árnaðarorð og bendir á þær leiðir, sem
fram á við liggja.
Boðskapur Kölska er í stuttu máli þessi: Við skulum
láta gamla Ijóðahætti víkja, en taka upp ræðusnið ann-
arra þjóða, er fremri teljast, yrkja hvellum rómi, en inn-
antómt, draga úr hug fólksins með mærðarkveðskap,
skruma og skjalla og lofa galla þeirra, er völdin hafa,
anda dauða og tortímingu yfir landið, skapa eilíft tjón úr
yfirsjónum forfeðranna, skrifa slæmt mál blandað öllum
tungum, telja þeim gálausu trú um, að hvert það mál sé
tapað, sem flækt hefur verið, lofa þá mest í ljóði, sem
smá aðra, þar á meðal okkur,2 gera ytra borðið, búning-
inn, að list, en ekki vitið, innihaldið, vera engum til gagns
og eftir dauðann hefjast upp á afskekkt set í eilífðinni,
fjarri því lífi, sem við höfum lifað.
Það, sem Kölski eggjar á, er uppgjöf þess að vera
maður. Hann hvetur til undanhalds á öllum sviðum, til
sýndarmennsku og yfirdrepsskapar, smjaðurs og fals, til
dáð- og hugsunarleysis, en ,,frá hugsanaleysi er aftur-
för óð / til apanna, bræðrunga sinna.“i3 Þá er markinu
náð að afmenna þjóðina. í svörum Kolbeins eru hins veg-
ar gagnstæðar eggjanir. Hann hvetur til viðnáms og fram-
sóknar, til baráttu við erfiðleikana í stað uppgjafar fyrir
1) Andvökur III, 97. bls.
2) Sjá nánar um skýringu þessarar vísu í kaflanum um búning kvæðisins.
3) Andvökur III, 76. bls.