Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 28
26
verið skáldmæltur, en nú gerðist hann á fáum árum stór-
skáld. Skáldferil sinn mun Stephan sjálfur hafa talið
frá árinu 1889, er hann fluttist til Alberta,1 og fyrsta
kvæði hans í Heimskringlu birtist 22. ágúst það ár. Nefn-
ist það Kritik og er nöpur ádeila á síra Jón Bjarnason
vegna gagnrýni hans á menningarmálum fslendinga
heima. Á næstu árum birta ljóðin lífsstefnu Stephans og
skoðanir, og ádeilur hans beinast fyrst og fremst gegn
kirkju og trúarbrögðum. Með nokkrum rétti má telja, að
sá ádeilukveðskapur nái hámarki árið 1898 með kvæða-
bálkinum Á ferð og flugi.
Þegar 20 ár voru liðin frá því, er Stephan fluttist bú-
ferlum til Alberta, sendi hann fyrstu bindin af Andvök-
um frá sér. Þótt langt væri um liðið, hafði Stephan engu
gleymt. Við þetta tækifæri var honum efst í hug að minna
á, að baráttan hefði ekki ómerk orðið, hugsjónir þær,
sem Menningarfélagið setti efst á stefnuskrá sína, hefðu
verið bornar fram til sigurs. Hann tileinkaði félögum
sinum í Dakota ljóðasafnið með eftirfarandi kvæði, og
kennir þar storkandi kuldaglettni:
Við munum, þó fámenni í flokk okkar stæði,
að fát kom á spámenn; þeir rifu sín klæði,
og spillingahrönnum þeir hótuðu í vændum
frá hugsandi mönnum — það íslenzkum bændum.
En nú trúir enginn það upp muni fyllast,
og einatt það gengur svo, spádómar villast.
Nú taka menn undir það hátt eða í hljóði,
sem hreyfðum á fundum, í ræðum og ljóði.
Þó allir um þrítugt við eltumst sem þjóðin,
frá aldrinum tvítugs ég býð ykkur Ijóðin!
Og þekkasta löngun er þulinum hárum,
að þekkið í söng mínum rödd frá þeim árum.2
1) Sbr. Þork. Jóhannesson: Við verkalok, Nordæla, 218. bls.
2) Andvökur I, 7. bls.