Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 84
82
atvinnubönn 12. bls. atvinnubann 19. bls.
hnappnum 34. — hnappinn 38. —
1 fyrstu útgáfu kemur orðmyndin kveld alloft fyrir, en
í annarri útgáfu er henni alls staðar breytt í kvöld. Enn
fremur er jörðunni (II. kafli, 27. lína) breytt í jörðinni.
I fyrstu útgáfu er ritað smásaman, en í annarri smám
saman. Fáein orð, sem rituð voru í tvennu lagi í fyrstu
útgáfu, eru í einu lagi í annarri útgáfu: jafn vel = jafnvel
(I. kafli, 6. lína), til gert = tilgert (XI. kafli, 24. lína), af
lokið = aflokið (XIII. kafli, 9. lína). Þá eru allmörg orð,
sem rituð voru með y, ý eða ey í fyrstu útgáfu, rituð með
i, í eða ei í annarri útgáfu. Á nokkrum stöðum í annarri
útgáfu stendur x, þar sem gs var notað í hinni fyrstu.
Sama máli gegnir um z, sem ekki var notuð í fyrstu út-
gáfu. Loks eru allmargar augljósar prentvillur lagfærðar.
Notkun greinarmerkja er svipuð í tveim fyrstu útgáf-
unum. Helzti munur er sá, að band og úrfellingarmerki
eru fátíðari í annarri útgáfu.
I fyrstu útgáfu voru leturbreytingar tíðar. Voru þær
felldar niður í annarri útgáfu, en nokkur þeirra orða,
sem höfðu verið prentuð með stórum upphafsstaf í fyrstu
útgáfu, fengu að halda honum.
1 þriðja sinn kom Á ferð og flugi fyrir almenningssjón-
ir í úrvali Sigurðar Nordals af Andvökum, Reykjavík
1939. Er þar farið eftir útgáfunni 1910, en stafsetning
löguð eftir nútíma hætti.
Loks er kvæðið prentað 1954 í II. bindi hinnar nýju
útgáfu Menningarsjóðs af Andvökum, sem Þorkell Jó-
hannesson hefur annazt. Stafsetning er með nútíma
hætti, en merkjasetning nálega hin sama og á útgáf-
unni 1910.
Um fleiri heildarprentanir af kvæðinu er mér ekki
kunnugt, en brot úr því hafa birzt oft, enda sum orðið
almenningseign.