Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 136
134
Þegar úti var vist Kölska, settust þeir Kolbeinn á sjáv-
arhamra, þar sem heitir Vallnabjarg, og hengdu fætur
fram af. Nótt var á, og óð tungl í skýjum. Er þar síðan
kölluð Skollanöf, er þeir sátu. Kolbeinn orti nú fyrri hend-
ingar, en Kölski botnaði að bragði. Gekk svo lengi nætur.
Sveinn einn, er sumir telja son Kolbeins, hafði heyrt á tal
þeirra Kölska og fór að njósna um þá. Er skammt lifði
nætur, greip Kolbeinn til þess ráðs, að hann brá upp hnífi
sínum, þannig að eggin vissi upp, og kvað:
Horfðu í þessa egg, egg,
undir þetta tungl, tungl!
Varð þá Kölska að orði: „Þetta er ekki kveðskapur, Kol-
beinn! Það er bölvað að botna við að tarna!“ Beið Kol-
beinn þá eigi, en kvað:
Spyrn’ ég þér með legg, legg
og liö, sem hrærir únl, únl.
Og um leið spyrnti hann Kölska fram af brúninni og var
svo laus við hann. Á heimleiðinni fann hann son sinn og
ávítaði fyrir forvitnina, en sagði þó vinum sínum frá
þessu. Eftir þetta á hann að hafa kveðið Vikusálmana,
er prentaðir voru á Hólum 1681.1
I lok Lögbergskaflans er svo örstutt frásögn, sem
Stephan hefur notað, er hann orti Kolbeinslag. Skal sá
kafli því tekinn hér upp orðréttur: „Það er sagt, að Fróðá
gangi þar mjög á kirkjugarðinn í vöxtum, en þá Kolbeinn
andaðist þar, beiddi hann að jarða þar bein sín í garðin-
um, er áin gengi mest á, og mundi hún láta bein sín í
friði liggja, og er mælt að áin brjóti ei síðan garðinn." 2
Efni þeirra sagna hefur nú verið rakið, er Steph-
an studdist við á einhvem hátt, er hann orti kvæði sitt
um Kolbein. Hér á eftir skal endursagt efni kvæðisins
sjálfs til samanburðar. Áður verður þó að gera örstutta
1) Svo í Lögbergi, en rétt er 1682.
2) Lögberg, 30. október 1913.