Studia Islandica - 01.06.1961, Page 127
125
er áður höfðu verið nefnd sérstaklega, og í niðurlagi þátt-
arins er sögnin, að Kolbeinn hafi verið jarðaður í kirkju-
garðinum á Fróðá að eigin fyrirsögn, og hafi hann með
því viljað hamla gegn landbroti árinnar.
Af þessum útdrætti efnisins í Lögbergsþættinum sést,
að hann er miklu efnisminni en frásagnir handritanna
tveggja í Landsbókasafni, enda er honum ekki skipt
niður í sjálfstæða kafla eins og þeim. Hér vantar alveg
frásagnirnar af Galdra-Brandi einum (4. og 5. kafla í
Lbs. 1128 4t0 og 4., 6. og 7. kafla í J.S. 302 4t0). Endur-
teknu frásögnina um Haukadals-Halldóru vantar einnig
alveg (9. kafla í Lbs. 1128 4t0, 5. kafla í J.S. 302 4t0).
Þá vantar og sögurnar um brúðkaupið á Ingjaldshóli og
um Kolbein og Hlaðgerði (11. og 13. kafla í Lbs. 1128 4t0,
12. og 14. kafla í J.S. 302 4t0). Loks er í Lögbergi aðeins
sögnin um legstað Kolbeins af því efni, sem er í síðasta
kafla handritanna í Landsbókasafni.
Af kvæðunum fjórum, sem eru í heilu lagi í Lbs. 1128
4t0 og J.S. 302 4t0, eru í Lögbergi aðeins prentuð viðlögin
og smábrot úr Skilnaðarskrá. Vera má, að meira úr þess-
um kvæðum hafi verið skráð í handrit O. Stephensens,
þótt ekki sé prentað í Lögbergi, því að nokkrar vísur eru
þar sagðar undan felldar. Þær þurfa þó ekki að hafa verið
úr kvæðunum, því að nokkrar lausavísur eru tilfærðar
í handritunum í Landsbókasafni, sem eru ekki í Lög-
bergi. Þeim fylgja hins vegar öllum einhverjar sagnir,
sem þá hafa líka verið felldar brott, en það fær vart
samrýmzt formálsorðum ritstjórans, að mínum dómi.
Þykir mér líklegra, að orð hans þar vísi til kvæðanna, en
ekki lausavísnanna.
Greinilegt virðist, að þessi mikli efnismunur handrit-
anna í Landsbókasafni og Lögbergsþáttarins stafi af
því, að þátturinn sé fyrr ritaður en þau og hafi að
geyma eldri og ófullkomnari gerð frásagnarinnar af Kol-
beini. Að vísu er hægt að heimfæra það undir styttingu
á frásögninni, að í þeirri gerð, sem Lögberg hefur að