Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 102
100
I
Ævi- og skáldferill Stephans
Stephan G. Stephansson fæddist 3. október 1853 að
Kirkjuhóli í Skagafirði.1 Stóð hann því á sextugu, er
hann orti Kolbeinslag. Stephan var kominn af norðlenzku
alþýðufólki í báðar ættir. Faðir hans, Guðmundur Stef-
ánsson (f. 15. apríl 1818, d. 24. nóvember 1881), var ætt-
aður úr Eyjaf jarðar- og Þingeyjarsýslum, en móðir hans,
Guðbjörg Hannesdóttir (f. 8. júlí 1830, d. 18. janúar
1911), úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum.
Þau Guðbjörg og Guðmundur gengu í hjónaband 31.
október 1850 í Glaumbæjarkirkju.2 Voru þau þá bæði
vinnuhjú að Grófargili. Þar eru þau einnig skráð sem
vinnuhjú við manntal næsta ár. Árið 1852 eru þau talin
búandi að Reykjarhóli, en þar bjó þá faðir Guðbjargar,
Hannes bóndi Þorvaldsson. Vorið 1853 flytjast þau síð-
an að Kirkjuhóli, og þar fæðist Stephan um haustið. Árið
1860, þegar Stephan er á sjöunda aldursári, flytjast for-
eldrar hans búferlum að Syðri-Mælifellsá í Mælifellssókn,
1) 1 kirkjubókum Glaumbæjarprestakalls og Víðimýrarsóknar er hann
skráður fæddur 4. október, en sjálfur segir hann eftir foreldrum sínum, að
3. október sé hinn rétti fæðingardagur.
Rétt er að geta Þess hér, að af kirkjubókum má ráða, að það er ekki
rétt, sem ýmsir hafa talið, að Stephan hafi verið skirður Stefán Guðmundur.
I Glaumbæjarbókinni er einungis skráð, að hann hafi verið skírður Stefán.
1 Víðimýrarbókina hefur hins vegar fyrst verið ritað Guðmundur, en síðan
strikað yfir það og Stefán skráð fyrir ofan. Þar hefur einnig í fyrstu verið
misritað nafn annars guðföður Stephans, Einars Hannessonar bónda á
Viðimýri, og hann skrifaður Hannes Einarsson. Það hefur einnig verið
leiðrétt siðar. Eru báðar leiðréttingarnar ritaðar með annarri hendi en
frumritunin. Má sjá af samanburði við Glaumbæjarbókina, að sama rithönd
er á leiðréttingunum og henni, b. e. rithönd prestsins í Glaumbæ, og hefur
því annar maður skráð Viðimýrarbókina. Ókunnugt er mér um, hvaðan menn
hafa það, að Stephan hafi einnig verið skírður Guðmundar nafninu, en ég
hef hvergi fundið því stað í ritum hans sjálfs.
2) Svo í kirkjubók Glaumbæjarprestakalls, en i kirkjubók Víðimýrar-
sóknar stendur 21. eða 25. október (dagsetning óglögg). Þar segir og, að
hjónavígslan hafi farið fram í Viðimýrarkirkju. Tvímælalaust ber hér að
treysta Glaumbæjarbókinni, sem er aðalkirkjubókin. Auk þess er skrifað aft-
an við skráninguna í Víðimýrarbókinni, að hún hafi ekki átt að ritast í þá
bók. Bendir það ótvírætt til þess, að hjónavígslan hafi farið fram i Glaumbæ.