Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 102

Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 102
100 I Ævi- og skáldferill Stephans Stephan G. Stephansson fæddist 3. október 1853 að Kirkjuhóli í Skagafirði.1 Stóð hann því á sextugu, er hann orti Kolbeinslag. Stephan var kominn af norðlenzku alþýðufólki í báðar ættir. Faðir hans, Guðmundur Stef- ánsson (f. 15. apríl 1818, d. 24. nóvember 1881), var ætt- aður úr Eyjaf jarðar- og Þingeyjarsýslum, en móðir hans, Guðbjörg Hannesdóttir (f. 8. júlí 1830, d. 18. janúar 1911), úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum. Þau Guðbjörg og Guðmundur gengu í hjónaband 31. október 1850 í Glaumbæjarkirkju.2 Voru þau þá bæði vinnuhjú að Grófargili. Þar eru þau einnig skráð sem vinnuhjú við manntal næsta ár. Árið 1852 eru þau talin búandi að Reykjarhóli, en þar bjó þá faðir Guðbjargar, Hannes bóndi Þorvaldsson. Vorið 1853 flytjast þau síð- an að Kirkjuhóli, og þar fæðist Stephan um haustið. Árið 1860, þegar Stephan er á sjöunda aldursári, flytjast for- eldrar hans búferlum að Syðri-Mælifellsá í Mælifellssókn, 1) 1 kirkjubókum Glaumbæjarprestakalls og Víðimýrarsóknar er hann skráður fæddur 4. október, en sjálfur segir hann eftir foreldrum sínum, að 3. október sé hinn rétti fæðingardagur. Rétt er að geta Þess hér, að af kirkjubókum má ráða, að það er ekki rétt, sem ýmsir hafa talið, að Stephan hafi verið skirður Stefán Guðmundur. I Glaumbæjarbókinni er einungis skráð, að hann hafi verið skírður Stefán. 1 Víðimýrarbókina hefur hins vegar fyrst verið ritað Guðmundur, en síðan strikað yfir það og Stefán skráð fyrir ofan. Þar hefur einnig í fyrstu verið misritað nafn annars guðföður Stephans, Einars Hannessonar bónda á Viðimýri, og hann skrifaður Hannes Einarsson. Það hefur einnig verið leiðrétt siðar. Eru báðar leiðréttingarnar ritaðar með annarri hendi en frumritunin. Má sjá af samanburði við Glaumbæjarbókina, að sama rithönd er á leiðréttingunum og henni, b. e. rithönd prestsins í Glaumbæ, og hefur því annar maður skráð Viðimýrarbókina. Ókunnugt er mér um, hvaðan menn hafa það, að Stephan hafi einnig verið skírður Guðmundar nafninu, en ég hef hvergi fundið því stað í ritum hans sjálfs. 2) Svo í kirkjubók Glaumbæjarprestakalls, en i kirkjubók Víðimýrar- sóknar stendur 21. eða 25. október (dagsetning óglögg). Þar segir og, að hjónavígslan hafi farið fram í Viðimýrarkirkju. Tvímælalaust ber hér að treysta Glaumbæjarbókinni, sem er aðalkirkjubókin. Auk þess er skrifað aft- an við skráninguna í Víðimýrarbókinni, að hún hafi ekki átt að ritast í þá bók. Bendir það ótvírætt til þess, að hjónavígslan hafi farið fram i Glaumbæ.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.