Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 134
132
hafði haft, yfir manninn. Hvarf sá síðan á fund kon-
unnar. Féll vel á með þeim, og eignuðust þau einn son.
Er hann var kominn á hið sjöunda ár, tók faðir hans
áhyggjur stórar. Gekk kona hans á hann, hvað ylli, og
sagði hann henni frá öllu. Gaf hún þau ráð til, er dugðu.
Fór faðir piltsins með hann, er hann fyllti hið sjöunda ár,
á hinn tilskilda stað, vígði hring umhverfis hann og bauð
honum að stíga ekki út fyrir þann hring, nema einhver
yrði til þess að rétta honum hönd yfir hann í Jesú nafni.
Kom nú Kölski og gerði drengnum ýmsar sjónhverfing-
ar til þess að freista hans, en hann stóðst þær allar, enda
gat enginn af Kölska hyski rétt honum hönd í Jesú nafni.
Fundu foreldrar drengsins hann heilan að morgni, og
varð Kölski af kaupinu.1
Sagan af Kolbeini og Kölska er örstutt. Er efni henn-
ar á þessa leið: Eitt sinn veðjaði Kölski við Kolbein nokk-
urn, er sumir ætla að hafi verið Kolbeinn skáld undir
Jökli. Skyldu þeir sitja á Þúfubjargi undir Jökli, er brim
gengi hæst, og kveðast á. Átti Kolbeinn að botna fyrra
hluta nætur, en Kölski hinn síðara. Svo var um samið,
að hvor, er ekki gæti slegið botn í fyrra hluta hins, skyldi
steypast ofan fyrir bjargið og verða á valdi hans þaðan
í frá. Fara þeir nú til eina nótt, er tungl óð í skýjum, og
kveðst á. Botnar Kolbeinn viðstöðulaust vísur Kölska
fyrra hluta nætur, og sömuleiðis gengur Kölska liðlega
að botna lengi vel. Dregur Kolbeinn þá upp hníf og bregð-
ur fyrir glyrnur Kölska, svo að eggina bar við tunglið,
og kveður:
Horfðu í þessa egg, egg,
undir þetta tungl, tungl.
Fann Kölski ekkert íslenzkt orð, er rímaði á móti tungl,
og segir: „Það er ekki skáldskapur að tarna, Kolbeinn."
En Kolbeinn botnar þegar:
1) Sjá Islenzkar þjóðsögur og ævintýri II, 13.—14. bls.