Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 169
167
brjóta heilann um, hver heimskingi þarna sé. Auðvitað,
þeir sem lesið hafa kvæðin mín, svo lestur heiti, þekkja
mig strax, enda er þetta ekki tilraun til að leyna nafni.“1
Um þennan feluleik með nafnið fjallar mansöngurinn.
Hinir þrír mansöngvarnir, sem enn eru ótaldir og allir
eru í þriðja þætti kvæðisins, Úti í Draugaskeri, eru að
mestu náttúrulýsingar. Er það í samræmi við efni þess
þáttar. 1 hinum fyrsta þeirra er brugðið upp mynd af
náttúrunni, eins og hún er, þegar Kolbeinn sezt undir
árar og heldur til móts við Kölska. Hún hefst á þessari
snjöllu lýsingu norðurljósanna, sem þjóta um himininn
í kvöldhúminu:
Lýst að storð er loft til fulls.
Leika í skorðu geimsins
leifturborðar lýsigulls:
ljósin norðurheimsins.2
1 næsta mansöng, þegar Ijóðasennan stendur sem hæst
og ekki má á milli sjá, hvor hafi betur, er lýsingin miklu
ógnþrungnari og geigvænlegri:
Fokudólgar flytja um verið
flóðs á ólgunni.
Svellur kólgan svört um skerið,
sýður í bólgunni.
Niður í hylji hamar togar
hrönn, sem kyljar á.
Þeim við iljar svelgur sogar
sem hann vilji þá.3
Loks á úrslitastundinni nær stígandi náttúruógnanna
hámarki sínu í þessum kynngimögnuðu mansöngsvísum,
1) Bréf og ritgerðir I, 343. bls.
2) Andvökur III, 87. bls.
3) Sama, 92. bls.