Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 18
16
standast kostnaðinn af kristnihaldinu (kirkjubyggingar,
laun presta, sunnudagaskólar o. fl.). Prestarnir reyndu
með ýmsu móti að laða fólk að kirkjunni, t. d. leituðust
þeir við að haga undirbúningi fermingar þannig, að börn-
in yrðu ævilangt tryggir fylgjendur hinnar lúthersku
kirkju. Megináherzla var því lögð á að innræta ferm-
ingarbörnum efalausa trú á óskeikun hinna helgu rita
og fá þau til að játa hana. Fræðslan fór einkum fram í
sunnudagaskólum, sem prestarnir sáu um. Voru þar
ekki kenndar aðrar greinar en kristin fræði, svo að telj-
andi væri.
Brátt tók kirkjufélagið að eflast undir röggsamlegri
forystu sr. Jóns Bjarnasonar. Söfnuðir voru myndaðir í
öllum stærri byggðarlögum Islendinga, svo að félagið
festi víða rætur, enda varð það von bráðar sterkasta fé-
lagsstofnunin í íslenzku nýlendunum og hin eina, sem
tengdi þær undir einni stjórn. Hlaut það því að hafa
mikil áhrif á allt andlegt líf, enda tóku sumir prestar
forystu í menningar- og félagsmálum meðal frumbyggj-
anna. Rit kirkjufélagsins, Sameiningin, hóf göngu sína
í marz 1886, árið eftir að félagið var stofnað. Annaðist
sr. Jón ritstjórn frá upphafi. Auk þess studdi Lögberg
brátt stefnu rétttrúnaðarmanna, en það blað kom fyrst
út í janúar 1888.
Aðstaða kirkjunnar virtist því um margt sigurvænleg.
En þrátt fyrir allt gekk tregara en vænta mátti að efla
safnaðarlífið. Rúmum áratug síðar telur Jón Ólafsson,
að ekki sé meira en þriðjungur Islendinga vestra í kirkju-
félaginu lútherska og meiri hluti landa þar sé ekki í
neinum söfnuði.1 Þetta má telja furðu lítinn árangur,
jafnvel þótt gert sé ráð fyrir, að Jón taki fulldjúpt í ár-
inni. Sannleikurinn er, að kirkjufélagið eignaðist brátt
andstæðinga og trúmálin urðu að hinum stærsta ásteyt-
ingarsteini í sambúð Vestur-íslendinga. Bendir margt til
1) Sbr. Sunnanfara 1898, 17. bls.