Studia Islandica - 01.06.1961, Side 142
140
Kolbeinn botnar vísuna að bragði og biður Kölska að
dragnast í sjóinn, ef hann kunni ekki að yrkja undir slík-
um hætti. Neyðist hann þá til að viðurkenna ósigur sinn
og hverfur af hólminum með þá viðurkenningu á vörun-
um, að Kolbeinn sé ekki sitt meðfæri, ekki fyrir fjandann
að kveðast á við hann. En Kolbeinn, sem borið hefur sig-
ur úr býtum og bjargað sálu sinni og heill þjóðar sinnar,
skýtur út árum og heldur á miðin til fanga, sæll í þeirri
vissu, að enn getur hin forna íþrótt, skáldskapurinn, afl-
að þeim sigurs, sem með kunna að fara.
Síðasti hluti kvæðisins, Leiði í landauðn, er örstuttur.
Stephan litast um í anda á eyðibýli Kolbeins, sem enn
ber merki starfs hans, ræktunarinnar. Hann svipast um
eftir leiði hans. Ef til vill er það á blettinum, þar sem
hann stendur. Honum verður hugsað til þess, að jafnvel
í gröfinni reyndi Kolbeinn að spyrna gegn ágangi og af-
lagi með því að hefta framgang árinnar, er braut land
hans. Að síðustu varpar hann fram þeirri spurningu,
hvort eyðingin muni bera sigur af hólmi að lokum. Þeirri
spurningu svarar hann ekki beint, en „inni við lækinn“
sér hann tjald og heyrir óm ungra radda. Þar eru fram-
tíðarvonirnar á ferð, segir hann í skýringum sínum við
kvæðið. Á þeirri skáldsýn endar Kolbeinslag.
Ef ni þ jóðsagnanna allra og kvæðisins hefur nú verið rak-
ið. Þegar gerður er samanburður á þjóðsögunum annars
vegar og kvæðinu hins vegar, sést, að í fyrsta hluta þess,
Hjá höfðingja þessa heims, sækir Stephan einungis efni
til sögunnar Kölski kvongast. Sjálfa söguna notar hann
þó ekki í heild, heldur einungis það atriði, að Kölski hafi
kvongazt og hlaupizt á brott frá konunni. 1 þjóðsögunni er
Kölski látinn sækjast eftir sál konunnar, og hann gengur
að eiga hana til þess að ná henni á sitt vald. Hún er hins
vegar svo guðhrædd og hrein, að áform hans fer út um
þúfur og hann flæmist á braut. 1 kvæðinu lýsir Stephan
konunni á annan veg. Hún er gallagripur, nöldursöm og
ákúrugjörn í fátækt, hégómleg og hrokafull í auðlegð,