Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 122
120
því í fljótu bragði eðlilegast að hugsa sér, að Stephan
eigi við þætti Gísla, þegar hann segist hafa lesið sagnir
af Kolbeini í æsku. En hverjar líkur eru þá til þess, að
hann hafi séð og lesið þau handrit, sem nú hafa verið
nefnd? Athugum það nánar. Gísli Konráðsson var að vísu
Skagfirðingur eins og Stephan, en hann fluttist alfarinn úr
Skagafirði árið 1850, eða þremur árum áður en Stephan
fæddist. Handritin Lbs. 1128 4t0 og J.S. 302 4to, sem
geyma aðalþættina um Kolbein, eru því bæði rituð eftir
að Gísli settist að í Flatey á Breiðafirði, og sennilega er
því einnig svo farið um Lbs. 1124 4t0, þótt a. m. k. ein-
hver hluti þess kunni raunar að vera skrifaður nyrðra.
Langsennilegast er einnig, að Gísli hafi ekki heyrt þess-
ar sagnir um Kolbein og Galdra-Brand fyrr en eftir að
hann kom til Breiðaf jarðar. Þar, í nágrenni þess, er þeir
bjuggu, hafa sagnirnar um þá geymzt lengst og bezt, eins
og eðlilegt er. Þó má vera, að sögnina, sem er í Lbs. 1124
4t0, hafi Gísli heyrt, áður en hann kom vestur, t. d. hjá
vini sínum Jóni Espólín, sem um eitt skeið var sýslumað-
ur Snæfellinga og hefur því haft aðstöðu til þess að heyra
meira um Kolbein en Gísli.
Engar líkur virðast til þess, að handrit þessi hafi
nokkru sinni borizt til Skagafjarðar, meðan Stephan átti
þar heima, eða á einn eða annan hátt komizt honum í
hendur. En hvar sá hann þá sögurnar um Kolbein, sem
hann segist hafa lesið í æsku? 1 Islenzkum þjóðsögum og
ævintýrum, II. bindi, sem kom út árið 1864, þegar Steph-
an átti heima i Víðimýrarseli, er prentuð stutt þjóðsaga
af Kolbeini. Er það sögnin um það, er þeir Kölski kváð-
ust á. Segir þar, að hún sé skráð eftir heimildum að
vestan.i Telja má nálega víst, að Stephan hafi lesið þjóð-
sögurnar og þá auðvitað söguna um Kolbein og Kölska
líka. Sjálfur segist hann hafa lesið flest, sem nýtt kom út,
1) Efni þeirrar sögu hafði dr. Konrad Maurer endursagt i bók sinni Is-
landlsehe Volkssagen, Leipzig 1860, en nafngreindi Kolbein þar ekki. (Sjá
192. blaðsiðu).