Studia Islandica - 01.06.1961, Page 72
70
En aðdáun Stephans kemur glöggt í ljós í erfiljóðinu, er
hann orti um Ingersoll árið 1899, enda þótt hann nefni
sig þar ekki lærisvein hans, heldur „orkuminni og yngri
bróður".1
I annan stað skal nefndur Felix Adler (1851—1933),
prófessor í hebresku og austurlandabókmenntum við Cor-
nell háskólann, en síðar í félagsfræði og siðfræði við
Columbia háskólann, New York. Hefur Þorkell Jóhann-
esson bent á líkur þess, að Stephan hefði kynnzt skoðun-
um Adlers, og nefnir í því sambandi bókina Játning og
starf, Creed and Deed, sem út kom árið 1877.2
Creed and Deed er safn fyrirlestra, sem höfundurinn
flutti á vegum félagsins The Society for Ethical Culture.
Voru þeir gefnir út samkvæmt ósk félagsins og bókin
prentuð í New York árið 1877. Eru sumir fyrirlestram-
ir þar nokkuð styttir. Fjalla þeir um forn og ný vanda-
mál á sviði trúmála, heimspeki, siðfræði og menningar.
Nafn bókarinnar mun vera sniðið eftir einkunnarorðum
þessa félags, en þau voru: “Not by the Creed but by the
Deed.“ I upphafi ræðir Adler um afstöðu félagsins til trú-
arbragða og kemst m. a. svo að orði: “We do not there-
fore deny dogma, but prefer to remit it to the sphere of
individual conviction with which public association should
have no concern.“ Um markmiðið farast honum svo orð:
“To broaden and deepen the ethical sentiment in our-
selves and to hold up to the sad realities of the times the
mirror of the ideal life is the object with which we have
set out.“ (1.—2. bls.).
Sé forspjall Menningarfélagsins í Dakota borið saman
við þessar tilvitnanir, er skyldleikinn auðsær. Og við lest-
ur bókarinnar dylst ekki, að lífsskilningur Adlers og
Stephans er í veigamiklum atriðum hinn sami. 1 annan
stað tjá þeir lífsskoðanir sínar með líkum hætti. Nokkur
dæmi munu nægja til að skýra þetta.
1) Andvökur I, 143.—145. bls.
2) Við verkalok, Nordæla, 220. bls.