Studia Islandica - 01.06.1961, Qupperneq 124
122
þess að geta, að örugg vissa er fyrir því, að áður en hann
lauk að kveða kvæðið, hafði hann lesið alllangan þátt um
Kolbein, sem eigi hefur enn verið nefndur, en nú skal
gerð grein fyrir.
Svo vel vill til með Kolbeinslag, að sjá má af bréfum
Stephans, hvenær það er ort, ekki einungis hvaða ár,
heldur hvenær á árinu hann fullgerir kvæðið. Til þess
liggja þessar ástæður. Um mánaðamótin október og nóv-
ember 1913 tók dr. Rögnvaldur Pétursson við ritstjórn
Heimskringlu. Er það var ráðið, að hann gerðist ritstjóri
blaðsins, skrifaði hann Stephani bréf og bað hann um
kvæði í blaðið. Því bréfi svaraði Stephan 31. október,
kveðst ekkert geta látið af hendi rakna í bili, en lofar
að muna bón hans. 19. desember sama ár skrifar hann
annað bréf til dr. Rögnvalds og sendir honum um leið
Kolbeinslag til birtingar í blaðinu. Segir hann dr. Rögn-
valdi svo frá sköpun kvæðisins: ,,Ég hefi nú alltaf verið
að hugsa til þess, sem þú baðst mig, síðan þú skrifaðir.
Ég fann, að ég átti þér svo gott upp að unna, að nærri
væri níðingslegt að sýna engan lit á vilja, það væri eins
og maður óskaði að vera þeim ónotalegastur, sem vildu
manni bezt. En gæftirnar eru þannig, að oft verða árar
að liggja í bát, og satt að segja, mér finnst stundum það
sé öllu hæfilegast. Ég meiddi mig ögn, varð að sitja inni
nokkra daga og notaði þann tíma til að skafa upp og
skrifa, það sem ég sendi þér nú í öðru umslagi og kalla
,,Kolbeinslag“, annars hefði það dregizt eitthvað enn.“1
Af þessu má sjá, að kvæðið er fullgert í desember 1913,
en hvenær Stephan hefur byrjað á því, er öllu meira
vafamál.
Daginn áður en Stephan ritaði fyrra bréf sitt til dr.
Rögnvalds, þ. e. 30. október 1913, birtist í Lögbergi
„Þáttur frá Kolbeini skáldi Grímssyni" eftir Gísla Kon-
ráðsson. Tilefni þess, að þátturinn birtist í Lögbergi, var
1) Bréf og ritgerðir I, 340.—341. bls.