Studia Islandica - 01.06.1961, Side 21
19
ur hafði hann verið ritstjóri „Fjalla-Eyvindar“, sveitar-
blaðs, sem nokkrir menn í Garðarbyggð gáfu út síðari
hluta vetrar 1882.1 2 3
Áhrifin frá frjálshyggjunni, sem áður voru nefnd, koma
greinilega í ljós við stofnun Menningarfélagsins. 1 frétta-
grein, sem Stephan ritaði um félagið 30. marz 1888 og
birtist í Lögbergi 11. apríl sama ár, segir hann svo:
„Svona löguð félög hafa verið stofnuð á nokkrum stöðum
hér í landi og hafa reynzt vel, þó enn séu þau ung og fá-
menn. Próf. F. Adler í New York er upphafsmaður
þeirra.“ 2
Svo virðist sem vakað hafi fyrir Stephani og félögum
hans, að hliðstæð félög tækju til starfa í öðrum Islend-
ingabyggðum, en mynduðu síðan samband undir einni
yfirstjórn.3 Að þessu er vikið í Heimskringlu 14. febr.
1889, og sú hugmynd kemur einnig fram í bréfi Stephans
frá 28. maí 1890: „Við þurfum að eiga organizeruð frí-
þenkjara félög sem víðast (Ég tel únítara með),“ segir
hann. „Vinna ögn hver í sínu horni og sameina okkur
svo með tímanum.“4
Stofnun Menningarfélagsins vakti skjótt allmikla at-
hygli, jafnvel úlfaþyt. Félagið virðist hafa átt andstæð-
inga strax í upphafi, og urðu þeir fyrri til að segja af því
tíðindin. Birtust þau í Sameiningunni í marz 1888. Var
það bréfkafli, sem ritinu barst frá Islendingabyggðinni í
Pembina County í N-Dakota. Þar er því haldið fram, að
stofnendur Menningarfélagsins séu andstæðir sunnudaga-
skólunum og kristnum fræðum yfirleitt, en séu hins veg-
ar áhangendur R. Ingersoll’s: „Þessi kenning hefur nú
lengi verið hér í aðsigi og á prjónum, helzt á kappræðu-
fundum, en nú á hún fyrst að byrja fyrir alvöru og opin-
berlega með þessum „Menningarfélagsskap“.“5
1) Bréf og ritgerðir IV, 106. bls.
2) Bréf og ritgerðir IV, 152. bls.
3) Sbr. Þ.Þ.Þ.: Vestmenn, 132. bls.
4) Bréf og ritgerðir I, 9. bls.
5) Sameiningin 1888, nr. 1, 13. bls.