Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 51
49
fari er hann greindur og glaðvær. Á yngri árum tekur
hann þátt í stjórnmálum, hjálpar svertingjum sem sjálf-
boðaliði í þrælastríðinu. Þá réttlætisbaráttu kann sam-
tíð hans ekki að meta. Patrekur hrekst víða og slítur
sér fljótt. Loks nemur hann land í þéttbýli, þar sem hann
hreppir aðeins „frumskóg og fen“. Þar á hann í miklu
basli, en sætir auk þess misskilningi og andúð vegna trú-
ar sinnar, því að nágrannarnir eru allir lútherskir. Þeg-
ar hann er roskinn að aldri, hverfa synir hans að heim-
an vegna fátæktar og úrkostaleysis. Þá bugast kjarkur
og glaðlyndi gamla mannsins. Honum verður nú ljóst, að
alla ævi hefur hann barizt um hamingju, en mátt miður.1 2
Líkt þessu fer Ragnheiði. Þrátt fyrir gott upplag auðn-
ast henni ekki að þræða veg borgaralegra dyggða. Hún
lifir í ósamræmi við umhverfi sitt og glatar lífsham-
ingjunni.
Annars eru persónur þessarar ljóðsögu um flest óskyld-
ar þeim manngerðum, sem Stephan var tamast að lýsa.
Þetta fólk er Stephani ólíkt og skortir marga eiginleika,
sem voru kærasta yrkisefni hans. Einkum á þetta við
um prestshjónin, sem brjóta algerlega í bág við manns-
hugsjón skáldsins. Þar er ekki ætlunin að lýsa neinum
hetjum, heldur kveða um „reikula hugi og umskiptasöm
hjörtu.“2
Aðferðin, sem Stephan beitir, er hann kynnir áður-
nefndar persónur, er sú að lýsa þeim utan frá með nokkr-
um orðum. Þeirri lýsingu hagar hann hverju sinni þann-
ig, að lesandinn fær að vita nokkur deili á lyndiseinkunn
þeirra og sögu. Aðalmáli skipta þau einkenni, sem lífs-
reynslan hefur knúið fram í fari þeirra. Síðan lætur hann
persónurnar lýsa sér sjálfar í orðum og athöfnum. Hann
fjallar um „játning og störf“, en lætur lesandanum eftir
að dæma „eðlið“.
Á æskumynd Ragnheiðar er mildur fegurðarblær, þótt
1) Andvökur I, 525.—530. bls.
2) Sbr. Bréf og ritgerðir I, 102. bls.
4