Studia Islandica - 01.06.1961, Page 106
101
1 hitt skiptið, hér, hefði ég orðið að láta foreldra mína,
aldurhnigna og útslitna, sjá fyrir sér sjálf, hefði ég reynt
að reyna á. Nú veit ég ekki, nema lærdómsleysið með
öllum sínum göllum hafi verið lán mitt, svo ég uni vel
því, sem varð.“1 Vafalaust hefur það verið þung fórn
fyrir Stephan að hafna skólagöngunni, en slíkum dreng-
lundarmanni sem honum fipaðist ekki í valinu.
Fyrsta ár sitt í Vesturheimi dvaldist Stephan í
Staughton, þorpi stutt sunnan við háskólabæinn Madi-
son í Wisconsin. Fékkst hann þar við ýmiss konar vinnu.
Árið 1874 fluttist hann ásamt foreldrum sínum og fleiri
Islendingum til Norður-Wisconsin. Vann hann þar jöfn-
um höndum við bú foreldra sinna og hjá öðrum við skóg-
arhögg og fleira. Þar kvongaðist hann, 28. ágúst 1878,
Helgu Sigriði (f. 3. júlí 1859) frá Mjóadal, dóttur Jóns
fyrrum bónda þar og Sigurbjargar föðursystur Stephans.
Varð hjónaband þeirra mjög farsælt. Var Stephan hinn
mesti lánsmaður að hljóta svo samhentan og skilnings-
ríkan lífsförunaut sem Helgu frændkonu sína. Tveimur
árum síðar fluttist Stephan svo til Garðar í Norður-Da-
kota og nam þar land ásamt föður sinum. Fyrsta sum-
arið vann hann við ,,járnbrautarverk“ og ,,þreskingu“,2
en stundaði síðan búskap, enda andaðist faðir hans á
næsta ári, 1881. Loks fluttist Stephan með fólk sitt til
Alberta í Kanada árið 1889 og nam þar land á nýjan leik.
Bjó hann þar til æviloka, 10. ágúst 1927. Á fyrstu árum
sínum þar vann hann nokkuð utan heimilis, en brátt
krafðist búskapurinn allra krafta hans óskiptra.
Þau hjón, Helga og Stephan, eignuðust átta börn, og
auk þess dvaldist móðir hans hjá þeim, eftir að faðir
hans andaðist. Heimilið var því nokkuð stórt, sem land-
neminn þurfti að sjá farborða. Og fyrir utan hið daglega
brauðstrit hlóðust á Stephan ýmis störf að sveitarmál-
efnum, einkum á frumbýlingsárum hans. Ætla má, að
1) Bréf og ritgerðir IV, 93. bls.
2) Sjá Bréf og ritgerðir IV, 81. bls.