Studia Islandica - 01.06.1961, Side 139
137
ingu — en bölvar honum í hljóði. Þannig lýkur fyrsta
þætti kvæðisins.
1 næsta kafla, Á Kolbeinsstöðum, segir frá Kolbeini
og heimilishögum hans. Þar er nokkru öðruvísi um að
litast en í borg höfðingjans. Kolbeinn er fátækur kotbóndi,
erfiðismaður, með bogið bak og sigg í lófum, ekki mikill
fyrir mann að sjá. En hann býr yfir heitu skapi og fun-
miklu, er getur breytt yfirbragði hans, gætt hann hetju-
svip. Hann er skáld, og ljóð hans fljúga út á meðal fólks-
ins og eru því styrkur í baráttu þess við makt myrkr-
anna. En lífsbaráttan er honum erfið. Að vísu er hann
veizluprýði héraðsins sökum íþróttar sinnar, en skálda-
launin, matarleifar í klúthorni, hrökkva skammt til þess
að metta þá munna, er hann hefur fyrir að sjá. Einyrk-
inn hlýtur að afla sér bjargar með hörðum höndum.
Daginn, sem höfðinginn heldur til fundar við Kolbein,
verður honum flest mótdrægt. Hann rær til fiskjar að
vanda, og það vantar ekki, að nógu gráðugt sé bitið á
hjá honum, en færið slitnar alltaf, svo að hann fær eng-
an aflann að launum erfiðis síns. Honum finnst hálfveg-
is, sem ekki muni allt hreint á miðunum þennan dag.
1 Ijósaskiptunum, þegar hann brýnir tómri kænunni, sér
hann, hvar ær hans sex rása fram á hjarnglerung uppi í
fjalli. Stærri hjörð á hann ekki, og hún er öll í bráðri
hættu. Hann hleypur til bjargar, en fær ekki afstýrt, að
forustuærin, prýði hópsins, hrapar til dauðs, og honum
sýnist ekki betur en einhver ókennileg mynd elti hana
og hrindi henni niður gljána. Loks, þegar myrkt er orð-
ið, kemur hann hinum fimm heim að fjárhúsinu eftir
erfiða ferð í flughálku, en þá þora þær ekki inn og láta
sem trylltar. Kolbeini rennur i skap. Hann snarast inn í
krærnar og hrópar inn í myrkrið og spyr, hver f jandinn
sé þar. Þá dylst gesturinn ekki lengur, heldur segir til
sín. Er þar höfðinginn kominn og nefnist Gamli. Segist
hann eiga erindi við Kolbein. Kolbeini býður í grun, að