Studia Islandica - 01.06.1961, Page 38
36
IV
Lífsskoðun og ádeilur
Nú hefur verið rakin söguleg uppistaða kvæðisins í
helztu dráttum. Næst er að hyggja að hinu margþætta
ívafi þess. Áður skal þó vikið nokkrum orðum að viðfangs-
efninu í heild og lögmálinu, sem höfundur setti því, en þar
er að leita orsakanna að þeim margvíslegu útúrdúrum
skáldsins, sem fjallað verður um í þessum kafla.
Um tilgang verksins vitna orð Stephans sjálfs: ,,í
stuttu máli, ég var að reyna að gera Ijósari okkar nú-
tíma sögu af stúlkunni, sem Kristur átti að hafa sagt
við forðum: „Kona, svo fordæmi ég þig ekki heldur“.“1
Orðin „gera ljósari“ gefa til kynna, að fyrir Stephani
vakir ekki aðeins að færa þetta gamla efni í nútíma-
búning, heldur skal þess freistað að skyggnast dýpra og
skýra orsakir þessara örlaga. „Islendingar hafa týnzt hér
oft á sama hátt og Ragnheiður," segir Stephan. „Við
höfum talað oft um það og illa, okkar á milli, einkum
um stúlkurnar, en aldrei upphátt. Við höfum skellt skuld-
inni á einstaklinginn. Svo sezt ég við að kveða um Ragn-
heiði. Hún er góð stúlka að upplagi. ... Hví fór sem
fór?“2 Stephan gerir lesandanum ljóst, að konan, sem
lenti á glapstigu, var ekki fullvöld örlaga sinna. Ýmiss
konar öfl spinna örlagaþráðinn. Hér nægði því ekki að
lýsa einstaklingnum, heldur varð að draga djarfa mynd
af mannfélaginu, sem mótaði hann, og skýra jafnframt
eðli þeirra afla, sem sterkast orkuðu á hann. Kvæðið í
heild verður því framar öðru aldarfarslýsing. Frásögn-
inni er búið rúmt svið. Af þessum sökum velur Stephan
hið lausa form ferðasögunnar, sem heimilaði honum að
gera alls kyns „útúrdúra út í náttúruna og inn í hugann“.
Hann lætur sér því ekki nægja að sýna okkur frumbyggð-
1) Bréf og ritgerðir I, 106. bls.
2) Sama rit, 105. bls.