Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 35
33
ur, hafi verið leitað til sín að jarðsyngja hana. Hann
hefur enn ekki gefið fullnaðarsvar við þeirri málaleitan,
því að honum er um og ó að eiga þar hlut að máli. Lætur
skáldið hann gera svolátandi grein fyrir afstöðu sinni:
,,Að neita, og vera þar viðriðinn, eins
er vandamál; hvorugt er létt.
Því henni hefur ónefndur orðrómur fylgt,
og allir það strax hafa frétt:
Og grómið af líkinu loðir við mann,
sem lífernið fengi á sig blett.
Hver einstaklings hrösun hjá erlendri þjóð
er ávirðing kynbálksins manns.
Og þar er nú viðkvæmust virðingin mín
og vandhæfust — prestsins og manns.“1
Sögumaður hvetur prest til að bregðast drengilega við
þessari bón. Minnir hann á, að kirkjan standi í þakkar-
skuld við Ragnheiði. Hún hafi gefið kirkjunni rausnar-
lega gjöf, sem þegin hafi verið, án þess að spurt væri
um, með hverjum hætti fjárins hefði verið aflað. Prest-
urinn skírskotar til álits konu sinnar og væntir samþykk-
is hennar, en hún slær á svipaða strengi og sögumaður
og telur, að nú sé kostur að leiðrétta ýmsan misskilning
varðandi Ragnheiði og líf hennar. Enn fremur veitir hún
vitneskju um, að faðir Ragnheiðar hafi fært kirkjunni
margar gjafir í veikri von um, að það myndi á einhvern
hátt verða hinni týndu dóttur hans til hjálpar. Ræða þau
málið ekki frekar, en ganga til náða litlu síðar.
Sögumaður liggur andvaka og heyrir samtal prests-
hjónanna í næsta herbergi. Umræðuefnið er sjálfur hann.
Aliti prestsins — en jafnframt óheilindum — er lýst með
þessum orðum:
1 dómnum hans milda um eðlið mitt allt
var óknytta-getsökum lætt;
1) Andvökur II, 46. bls.
3