Studia Islandica - 01.06.1961, Page 111

Studia Islandica - 01.06.1961, Page 111
109 stöðumunarins. Grímur, menntamaðurinn og fagurfræð- ingurinn, hafði sögurnar fyrir sér, er hann kvað, þess vegna kunna fyrirmyndirnar að hafa orkað sterkara á hann en Stephan, bóndann og landnemann, er orti kvæð- in við störf sín og á andvökunóttum og hafði oftast aðeins við eigið minni að styðjast, er hann færði í Ijóð þær sögur og sagnir, er hann las í æsku heima í Víðimýrarseli í bók- um þeirra Jóns á Víðimýri og Egils á Skarðsá. Söguljóð orti Stephan nokkuð allt frá upphafi vega (sbr. fyrrnefndan ,,Vökuauka“). En hin elztu, sem hann birti, eru þó ekki ort fyrr en 1891, Landnámsmaður- inn og Gróttasöngur. Árið 1895 snýr hann sér svo af auknum mætti að þessari kveðskapargrein, yrkir þá tíu slík kvæði, þeirra á meðal Illugadrápu og Hergilseyjar- bóndann. Þetta eru jöfnum höndum kvæði út af íslend- ingasögum, konungasögum, fornaldarsögum og goða- og hetjusögum. Leynir sér ekki, hve föstum tökum sagna- efnin hafa nú gripið hug hans. Síðan yrkir hann sögu- Ijóð öðrum þræði allt til æviloka, þó aldrei aftur svo mörg á einu ári. En elzta þjóðsagnakvæðið, sem hann birti, er Jón hrak, ort 1898. Og það er eina kvæðið um slíkt efni, sem hann birtir fyrir 1910, er þriðja bindi af Andvökum kom út. Á næstu árum, eða til þess er hann kveður Kolbeinslag, yrkir hann tvö slík kvæði, íslenzka þjóðsögu og Kölska í skáninni. Líklegt er einnig, að til þjóðsagnarinnar um afdrif hins illræmda Bessastaðaumboðsmanns, Tómasar Nicolajsens,1 megi rekja hugmyndina að kvæðaflokknum Björg á Bjargi (ortur 1912), að minnsta kosti bendir nið- urlagserindi hans til þess, þótt efni hans sé að öðru leyti frumsamið. önnur þjóðsagnakvæði sín en þau, sem nú hafa verið talin, yrkir Stephan síðar en Kolbeinslag, en alls mun mega rekja efni h. u. b. tólf kvæða hans til þjóðsagna. Þar 1) Sjá Sögu Islendinga V, 152,—153. bls.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Studia Islandica

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.