Studia Islandica - 01.06.1961, Page 11
I
Inngangsorð
Einhvern hinna fyrstu daga janúarmánaðar árið 1900
kom á bókamarkaðinn í Reykjavík fyrsta bók Stephans
G. Stephanssonar, er prentuð var á Islandi.1 Þetta var
fjögurra arka kver í fremur smáu broti og bar nafnið
Á ferð og flugi. Aðalefni þess var kvæðabálkur í 18 köfl-
um, samnefndur bókinni, en aftan við hann voru prent-
uð þrjú kvæði önnur.
Bók þessi vakti skjótt athygli, þótt höfundurinn væri
lítt kunnur og víðs fjarri, einkum var kvæðabálkinum
gaumur gefinn fyrst í stað. Þar var brugðið upp mynd-
um frá frumbyggðum Vestmanna og rakin nokkur spor
í ferli Islendinga, sem höfðu farið að heiman fyrir nokkr-
um áratugum til að freista gæfunnar í Vesturheimi.
Þetta efni var hvort tveggja í senn: hugstætt hverjum
landa og alger nýjung í íslenzkum bókmenntum. Ýmsir
menntamenn og skáld rituðu um bókina og vöktu athygli
á höfundi hennar, sem hefur upp frá þessu skipað veg-
legt sæti á íslenzku skáldaþingi. Með þessari bók eign-
aðist Stephan valinn lesendahóp meðal landa sinna hér
heima, og það var fylgzt með honum af óskiptri athygli
æ síðan. Hann var nú fullþroska skáld, enda hátt á
fimmtugsaldri, en átti eigi að síður eftir að kveða mörg
sinna beztu kvæða. Allt um það hafa þessi ferðaljóð
aldrei horfið í skuggann, og árið 1939 tók Sigurður Nor-
1) Fyrsta ljöðabók Steplians, Oti á víðavangi, var prentuð í Winni-
peg 1894.