Studia Islandica - 01.06.1961, Side 15
13
eigin leiðir í trúarefnum. Á árinu 1884 bar eftirmaður
sr. Páls Þorlákssonar, sr. Hans Thorgrímsen, fram þá
hugmynd, að allir íslenzkir söfnuðir í Ameríku mynduðu
eitt allsherjar kirkjufélag. Kvaddi sr. Hans til fundar í
þessu skyni að Mountain í Pembina County. Var öllum
íslenzkum söfnuðum boðið að senda fulltrúa á fund þenn-
an, og komu þeir saman 23. janúar 1885. Parksöfnuður
átti þar fimm fulltrúa. Varð það að ráði að mynda ís-
lenzkt kirkjufélag, og hlaut það nafnið Hið evangeliska
lútherska kirkjufélag íslendinga í Vesturheimi.
Augljóst er af stefnuyfirlýsingu félagsins, að alger bók-
bókstafstrú hefur orðið grundvöllur þess þegar í upp-
hafi. Þeirri játningu er lýst yfir af félagsins hálfu, „að
heilög ritning — það er: hinar kanonisku bækur gamla
og nýja testamentisins, — sé guðs opinberaða orð og hin
eina sanna og áreiðanlega regla fyrir trú manna, kenn-
ing og líferni."1
Þetta nægir til að sýna, að trúarstefna kirkjufélagsins
var mörkuð í allt aðra átt en skoðanir Stephans G. horfðu,
svo og annarra, er voru í Parksöfnuði. En stefna kirkju-
félagsins varð hin ríkjandi stefna í kirkjumálum Vestur-
Islendinga undir ótrauðri forystu sr. Jóns Bjarnasonar í
Winnipeg, sem gerðist nú aðalleiðtogi vestur-íslenzku
kirkjunnar og gegndi því hlutverki til dauðadags 1914.
Fyrsta ársþing kirkjufélagsins var háð í Winnipeg í
júní 1885. Voru kvaddir þangað fulltrúar frá öllum ís-
lenzku söfnuðunum í Ameríku. Fulltrúar Parksafnaðar
voru kosnir þeir Stephan G. Stephansson og Jónas Hall.
Um þessa kosningu segir Stephan: „Ég tók kosningu fyrir
bón minna manna, en þó ekki fyrr en við heitingar hinna
safnaðarmanna um að útflæma okkur á kirkjuþingi svo,
fyrir alla okkar frammistöðu, að yfir tæki. Við áttum þá
á móti okkur alla presta og prestlinga sunnan línu og
sveitarhöfðingjana í héraði og á þingi.“2
1) Sbr. sr. Friðrik J. Bergmann, Almanak Ól. Th. 1906, 54. bls.
2) Brél og ritg. I, 238.—239. bls.