Studia Islandica - 01.06.1961, Page 39
37
ir Vestmanna, kynna okkur baráttu og umkomuleysi
landnemanna, sigra þeirra og ósigra, heldur leggst hann
dýpra og lætur lesandann skynja þá strauma, sem hræra
yfirborð mannlífsins og marka aldarfarið. Þar fæst hann
einkum við tvennt, annars vegar hina veraldlegu fram-
vindu, stjórnarfar og þjóðfélagsþróun, hins vegar hina
andlegu leiðsögn, sem kirkjan hefur tekið að sér. Hvort
tveggja gagnrýnir hann harðlega, enda fannst honum
löngum, að auðvaldið og kirkjuvaldið ógnuðu velferð Is-
lendinga vestra.1
Grundvöllur ádeilnanna eru hinar raunsæju og róttæku
lífsskoðanir Stephans, sem víða er vikið að í kvæðinu,
þótt þær séu sjaldnast ræddar til hlítar hér. Slíkt hefði
rofið samhengi verksins um of. Fyrir flestum þeirra hef-
ur hann því gert fyllri grein annars staðar. Af þessum
sökum kemst ég ekki hjá að skírskota nokkuð til ann-
arra staða í verkum hans, svo að ýmis viðhorf verði
ljósari.
Fyrst skal rætt um afstöðu þá, sem kvæðið birtir til
kirkjunnar og kirkjulegra trúarbragða. Þessi gagnrýni
setur svip á verkið svo mikinn, að sumir ritdómendur
hugðu hana vera aðalinntak þess og frumhugsun. Hér
birtist afstaða Stephans til kirkju og trúarbragða bæði
í rökstuddri gagnrýni og óbeinni andúð. Ádeilan er dreifð
um kvæðið og fremur óskipuleg, þótt hún sé yfirleitt ljós.
Er því ekki unnt að fylgja efnisþræði, þegar um hana er
fjallað, heldur virðist hentara að flokka atriðin og taka
þau í röð samkvæmt eðli þeirra, eftir því sem við verð-
ur komið.
Áður hef ég gert grein fyrir kirkjumálaafskiptum
Stephans og andófi hans gegn áhrifavaldi kirkjunnar.
Skoða má ádeilurnar hér sem framhald þeirrar baráttu.
Menningarfélagið hans hafði barizt gegn „íhugunarlausri
játning“ og „blindri trú“. Nú sýnir Stephan afleiðingar
1) Sbr. t. d. Minni Alberta, lokaerindið, Andvökur I, 107. bls.