Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 41
39
lýst hinni algengu fjáröflunaraðferð að efna til skemmti-
samkomu í ábataskyni. Hér er sú aðferð ekki beinlínis
átalin. Þó var hún Stephani ógeðfelld, sem t. d. sést af
erindinu „Óvinnanleg borg“:
Kirkja þessa lýðs og lands,
lausakona hagsmunanna,
forystan við dubb og dans,
dufl og trúðleik fjárbrellanna.1
Þótt kirkjan fordæmi fjáröflunaraðferð Ragnheiðar,
þiggur hún fjárframlög hennar samt:
En hvemig hún hafði það unnið sér inn,
við aldrei við því höfum hreyft!2
Þá sakar Stephan kennilýðinn um óheilindi, einkum í
garð þeirra manna, sem ekki samsinna honum um trúar-
játning. Þess vegna talar hann um „kirknanna róg“,3 og
sama fyrirbæri táknar baktal prestsins í XVI. kafla.4
f II. kafla víkur Stephan að skilnaði sínum og kirkj-
unnar. Hef ég áður um hann rætt. En hér getur hann
um orsakir hans:
því þó að ég vitaskuld syndari sé,
að sjálfsögðu hef ég mig ei
úr tapinu hér með að trompa upp á það,
sem tekur við þegar ég dey.5
Hvort tveggja var, að Stephan trúði ekki á annað líf
og hann hafnaði alveg kenningu kirkjunnar um yfirbót
og endurlausn.6 Eftir dauðann getur enginn bætt fyrir
misgjörðir sínar.
Á hinn bóginn rænir kenning kristindómsins um synd-
ina einstaklinginn andlegu jafnvægi. Óttinn við að deyja
1) Andvökur II, 81. bls.
2) Dagdómar, Andvökur II, 47. bls.
3) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 17. bls.
4) Sbr. í veðrinu út af Vafurlogum, Bréf og ritg. IV, 277.—278. bls.
5) Bæjarbragurinn, Andvökur II, 17. bls.
6) Sbr. t. d. Guðbjart glóa, Andvökur IV, 83.—84. bls.