Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 57
55
Síðan lætur Stephan einkasamtal þeirra hjónanna
heyrast, eflaust í þeim tilgangi að leiða þau til dyranna
eins og þau eru klædd. Þar kemur efagirni hennar skýrt
í ljós. Henni býður í grun, að hinn lævísi dómur prestsins,
eiginmanns hennar, sé ekki alls kostar sannur. Henni er
eðlisbundið að leita sannleikans í eigin skynsemi í stað
þess að meðtaka hann af vörum kennimannsins. Hún
veit af reynslu:
að prestvígslulaust verða mennirnir menn,
að menn eru prestarnir samt.1
Þetta er hennar betri vitund. En daginn eftir breytir
hún gegn henni og sýnir, „að hver sköruleg hugsjón er
heft“ eins og hjá manni hennar. Þá er henni ríkast í hug
að sýna fólkinu við jarðarförina, að lauslætiskonan með
hið glataða mannorð er útlæg úr hennar félagsskap, lífs
og liðin. Á eftir játar hún hið andlega undanhald fyrir
skáldinu, eins og fyrr var rakið.
Áður minntist ég þess, að Stephan taldi lýsingu sína á
innræti Ragnheiðar hið bezta í þessu verki. Flestum
gagnrýnendum virtist meðferð hans á prestinum vafa-
sömust. Mun það og sanni næst. En hvaða dómur sem
um mannlýsingar kvæðisins er felldur, er hitt fullvíst, að
í þeim birtist hugsjón um hærra siðgæði, meiri þroska,
„stærri og göfugri menn“. Til að hvika ekki frá þeirri
kröfu varð að tala strítt:
Því skáld er háð þeim háska-lögum fyrst:
Frá hugsjóninni fall er því að víkja,
og til að flytja af fullkomnustu list
inn fyllsta sannleik, verður það að ýkja.2
Flestir atburðir, sem hér er greint frá, eiga sér harla
greinilegt sjónarsvið. Lesandinn er aldrei í neinum vafa
1) Dagdómar, Andvökur II, 50. bls.
2) Úrlausn, Andvökur I, 253. bls.