Studia Islandica - 01.06.1961, Side 60
58
felldur niður, því að hvergi er orðfærið frumlegra né
auður myndlíkinga meiri.
Loks er hreyfingin og flughraðinn eitt höfuðeinkenni
þessara lýsinga, einkum þar sem náttúru- og ferðalýs-
ingar renna saman í eitt. Gleggst dæmin um þetta er að
finna í köflunum nr. X og XII.
Hér hefur verið dvalið um hríð við náttúru- og mann-
lýsingar, með því að þetta tvennt markar verkinu skýr
einkenni. Fátt er þó talið af þeim sæg hugmynda og lík-
inga, sem hér er að finna, eins og í öllum góðum skáld-
skap. Hugsýnir hins víðfleyga skáldanda birtast okkur í
ýmsum gervum, ætíð skáldlegum. Um slíkt getur ritskýr-
ingin verið fáorð. En við gætum t. d. virt fyrir okkur
þetta erindi úr XVII. kafla kvæðisins og haft það til
marks um skarpleika Stephans G., bjartsýni hans, mann-
úð og skáldlega skyggni:
Ég gat um, að helgaði oft hálfglatað líf
ein hugrenning göfug og djörf,
að við gætum aldrei um eðli manns dæmt,
en aðeins um játning og störf;
að ég væri fulltrúa, að fyndist þó loks
í framtíðar ómælishyl
það gull, sem að óþekkt í aurunum lá
og atvikið gróf ekki til.1
VI
Efniviður og áhrif
Enginn veit til neinnar hlítar, hve mikill hluti af efni
þessa kvæðis er hugsmíð skáldsins. Stephan yrkir hér
um samtíð sína og samferðamenn, en aðalheimild hans
um þessi efni var vitanlega persónuleg reynsla hans,
studd þeirri þekkingu, er hann hafði á lífi og högum
frumbyggjanna í Islendingabyggðunum vestra.
1) Almenningsálitið, Andvökur II, 53. bls.