Studia Islandica - 01.06.1961, Page 67
65
og fyrr er getið. Segir Stephan, að andstæðingar frjáls-
hyggjunnar hafi beitt þeirri baráttuaðferð að læða eftir-
farandi grunsemd um forvígismenn hennar inn hjá fólki:
„Frá þeim mönnum, sem hafa svona lausar lífsskoðanir,
er alls ills að vænta. Þó þeir sýnist vera sómamenn og
virðist vilja láta gott af sér leiða, eru þeir aðeins þeim
mun hættulegri fyrir sannleik og kristindóm. Kristnir
menn mega ekkert undir þeim eiga neins staðar.“1
Allt leggur þetta drög að áróðursaðferð prestsins í
kvæðinu hér. Það er rödd frá þessum árum, sem sögu-
maðurinn heyrir gegnum þiljuna:
1 dómnum hans milda um eðlið mitt allt
var óknytta-getsökum lætt;
i sérhverri afsökun ásökun var
sem eitri í kaleikinn bætt.2
Árið 1902 víkur Stephan að síra Friðrik í kvæðinu
Gert upp úr gömlum reikningum:
Sira Friðrik svo ég tel,
sem er fundvís miður,
en hann raðar einatt vel
aðflutningum niður.3
Hér er lýst bókvitsmanni, sem kann vel að notfæra sér
aðfengið efni, en skortir frumleik. Líkt er föruprest-
inum farið:
Af bragðvísri hagfræði blendingur var
og bókviti hugsun hans hver.4
Og enn kveður Stephan um síra Friðrik:
Sinu hann af alúð ann,
ársins fyrra gróðri —
en nýgræðingur hneykslar hann
í hugans berurjóðri.
1) Bréf og ritgerðir I, 78. bls.
2) Dagdómar, Andvökur II, 50. bls.
3) Andvökur I, 245. bls.
4) Vagn á vegi, Andvökur II, 40. bls.
5