Studia Islandica - 01.06.1961, Page 69
67
dagur lýsti, leit um glugga,
lauk ég við.
Og í hugsjón yndislegri
upp mér rann
skærri sól og foldir fegri
framundan.
Styttu margar myrkar nætur
morgunbrag.
Lengi í kvæðum farðu á fætur
fyrir dag.1 2 3
Hin sviflétta kveðandi Þorsteins hefur sungið í huga
Stephans, er hann hóf að kveða Á ferð og flugi. Og ekki
verður komizt hjá að gera ráð fyrir, að Jörundur hafi
orðið honum drjúg fyrirmynd. Bæði kvæðin geyma episk-
an söguþráð, sem höfundamir fara jafnfrjálslega með.
Kjarni kvæðanna verður ekki fundinn í söguþræðinum
einum, heldur jafnvel fremur í alls kyns útúrdúrum. Er
þar um að ræða hugleiðingar skáldanna sjálfra, bitur
skeyti, er þau senda samfélaginu, enn fremur náttúm-
lýsingar. Svipað ljóðasnið hafði Byron raunar áður not-
að, og gat Stephani verið það kunnugt, en Þorsteinn er
miklu líklegri fyrirmynd, þegar þess er gætt, hve önnur
áhrif frá honum koma hér jafnhliða fram. 1 Jörundi
notar Þorsteinn episkt, dramatiskt eða lýriskt ljóðform
á víxl, og slíkt hið sama gerir Stephan hér. Enn fremur
er bragarháttur kvæðanna hinn sami að því undanskildu,
að Stephan hefur erindaskil óregluleg.
Loks eru einstök atriði keimlík:
Jörundur: Á ferð og flugi:
— af aldönsku landi rann sólin Og skaparinn ánægður hefur
í sjó víst horft
hið síðasta Hundadags kvöld.2 á húsið sitt skuldlaust það
kvöld.s
1) Andvökur I, 208.—209. bls.
2) Þyrnar, Khöfn 1897, 125. bls.
3) Sveitarsiðurinn, Andvökur II, 22. bls.