Studia Islandica - 01.06.1961, Page 99
Inngangur
Árið 1914 birtist í Vesturheimsblaðinu Heimskringlu
kvæðið Kolbeinslag eftir Stephan G. Stephansson. Var
það prentað í tvennu lagi í tölublöðunum nr. 28 og 29,
sem út komu dagana 9. og 16. apríl það ár. 1 síðara blað-
inu fylgdu nokkrar skýringar kvæðinu, en hins vegar er
nafns höfundar hvergi getið. Fáum ljóðaunnendum mun
þó hafa dulizt eftir hvem kvæðið var, því að það ber
glögg einkenni höfundar síns. En hafi einhverjir verið í
vafa, þá þurftu þeir ekki lengi að bíða hins rétta svars,
þar eð Kolbeinslag var gefið út sérprentað í Winnipeg
nokkru síðar á sama ári. Stóð dr. Rögnvaldur Pétursson,
þáverandi ritstjóri Heimskringlu, fyrir þeirri útgáfu, eins
og síðar skal vikið að. Var kvæðið þarna gefið út undir
nafni Stephans.
Kolbeinslag er hvort tveggja í senn, skemmtilegt og
merkilegt kvæði. Enginn hefur samt orðið til þess ennþá
að rita rækilega um það bókmenntalega, þótt liðin sé
nærfellt hálf öld, síðan það var ort. 1 þessari ritgerð
verður reynt að taka þetta kvæði til athugunar og þess
freistað að gera því nokkur skil. Fyrst mun lítið eitt rætt
um Stephan sjálfan og verk hans í heild, að svo miklu
leyti sem vitneskja um ævi- og skáldferil hans er nauð-
synleg til skilnings kvæðinu og þeim skoðunum, er það
birtir. Hins vegar hefur svo margt verið um Stephan og
skáldskap hans ritað, að óþarft er að fjölyrða hér um
það efni. Einnig verður sagt nokkuð frá Kolbeini Jöklara-
skáldi, manninum, sem kvæði þetta fjallar um. Síðan
mun snúið að kvæðinu sjálfu og leitazt við að gera grein
7