Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 121
119
kvæði, 17. erindi. Þá segir í þrettánda kafla frá viðureign
tröllkonunnar Hlaðgerðar og Kolbeins. Fjórtándi og
fimmtándi kafli eru aftur kvæði eftir Kolbein. 1 hinu
fyrra líkir hann ævi sinni við sjóferð, og er þetta við-
lag kvæðisins:
Eg hefi róið illan sjó
og öfugstrauma barið,
landfallið bar mig heim í varið.
Kvæðið er 14 erindi. Síðara kvæðið er Skilnaðarskrá.
Það er 41 erindi. Síðasti kafli þáttarins fjallar um lok
Kolbeins. Þar eru líka talin helztu samtímaskáld hans
svo og afkomendur.
I safni Jóns Sigurðssonar í Landsbókasafni er ann-
að handrit, sem hefur að geyma þennan sama þátt. Það
er handritið J.S. 302 4to með hendi Gísla Konráðssonar,
talið ritað á árunum 1860—1870. Augljóst er, að J.S. 302
4t0 er síðar skrifað en Lbs. 1128 4to og sú gerð þáttarins,
er það varðveitir, yngri en hin. Þetta má ráða af ýmsu.
1 fyrsta lagi eru allir íaukar, er skráðir voru neðanmáls
eða á spássíu í Lbs. 1128 4to, ritaðir hér í meginmáli. 1
öðru lagi er þátturinn hér lítið eitt aukinn og breyttur.
Hið helzta er, að hér eru kaflarnir sautján að tölu í stað
sextán. Fimmta kaflanum í Lbs. 1128 4to er skipt í tvennt
og efni hans öðruvísi niður raðað. Þá er níundi kaflinn í
Lbs. 1128 4t0 færður til í J.S. 302 4t0, er hann þar númer
fimm. Allar miða þessar breytingar að endurbótum
þáttarins.
Ég hef ekki getað fundið, að nokkrar sagnir af Kol-
beini hafi verið prentaðar eftir þessum handritum, og
mér er ekki heldur kunnugt um, að til séu nein önnur
handrit hér á landi, er geymi sagnir af honum. Þá hef
ég og athugað handritaskrár nokkurra erlendra safna,
þar sem helzt er von íslenzkra þjóðsagnahandrita, t. d.
bæði Árnasafns og Fiskesafns, en ekki fundið, að þar
séu nokkur handrit, er geymi sagnir af Kolbeini. Virðist