Studia Islandica - 01.06.1961, Blaðsíða 153
151
sér og mönnum sínum með því að yrkja kvæði, er kallað
var kviðan skjálfhenda:
Lát þig ei lygasögn gruna.
Leitaðu innst þér í muna:
Hefirðu ei sungið þér sálarbætur
svartar illra veðra nætur?
I skeri, við skiptjón beðið,
skjálfhent kveðið?
Og heimskt væri að eyða um það orðum,
að ýtt muni sannleik úr skorðum!
Því gefist þér sjón yfir sögunnar haf:
Þér rofar til lýðs, sem að lifði svo af
út lágnætti aldanna forðum!1
Sama kemur og fram í ritum hans í óbundnu máli, t. d.
í Jökulgöngum. Þar tilfærir hann gömlu mansöngsvisuna:
Minn þó komist hugurinn heim
að hreyfa mærðarformi,
ferst mér eins og fugli þeim,
sem flýgur á móti stormi.2
Síðan bætir hann við: „Þarna er saga íslenzkrar þjóðar
í tveimur línum. Hún hefir í meira en þúsund ár „flogið
móti stormi“, en sífellt syngjandi og kveðandi, og fyrir
það hefir hún „komizt heim“.“ 3
Þótt lýsing Stephans á Kölska sé að mörgu leyti góð,
er lýsing hans á Kolbeini stórum snjallari. Veldur því
margt, en þó vafalaust mest það, að Stephan talar mjög
1) Andvökur IV, 67. bls.
2) Bréf og ritgerðir IV, 229. bls. Erindi þetta er úr Ambálesrimum þeim,
sem taldar eru vera eftir Pál Bjarnason i Unnarholti (1600—1670). Er þetta
sjöunda erindi úr mansöng fyrstu rimu, en mansöngurinn og ríman eru
bæði prentuð í bók Israels Gollancz: Hamlet in Iceland, London 1898, bls.
202—203. Þar er erindið svohljöðandi:
Minn þó kæmist hugurinn heim fer mér líkast fugli þeim,
að hreyfa mærðarformi, sem flýgur á móti stormi.
3) Bréf og ritgerðir IV, 229. bls.