Studia Islandica - 01.06.1961, Side 157
155
hann var Hamlet sinnar sveitar og tima, hugur hans fet-
aði jökulinn á þúfunum, þó hann gengi ekki glerunginn
á fjöllunum."1 En hann segir líka: „Báðir fundu þeir, að
það var lýsigull í þessum leir (þ. e. Amlóðasögu), en
ávöxtunaraðstæður þeirra gerðu gæfumuninn." 2 3
Sú mynd, sem Stephan dregur upp í öðrum hluta Kol-
beinslags af alþýðuskáldinu íslenzka, er mjög lifandi og
raunsönn. 1 upphafi þriðja þáttarins bregður hann upp
annarri mynd, sem er ekki siður vel gerð. Hún er af skáld-
inu við hin tvíþættu störf sín, líkamlegt erfiði til öflunar
lífsnauðsynja og andlega iðju, ljóðagerð. Kolbeinn situr
undir árum og rær út á miðin, þar sem hann á fyrst að
þreyta kappkvæði við Kölska, áður en dagsverkið hefst, en:
Hans hugur flaug sjálfstætt og óþvingað í
hvern atburð og tíðir og geima.
Og venjan við barning er þýðing á því,
hann þurfti sig nú ekki heima.
Og úttogið fyrsta í árunum kvað,
sem ofan í ljóðahaf þrifi:
I riddarabrynjunni, Englending að,
hve Ólöf reið fjöruna i Rifi.
Og næst léku stokkarnir stökur við sund,
út straumbönd ins kjaltætta löðurs,
um mannfreka, þrágifta Þórunni á Grund,
í þjóðhetjutygjum síns föðurs.
Og þá átti Norðurland þrjátíu menn,
sem þorðu að standa og falla.
Og það lengdi stef fyrir stefninu enn.
I stuðlana reri ’ann þá alla! 3
Kolbeinn bindur ekki huga sinn við hið líkamlega strit,
heldur lætur hann fljúga frjálsan til fyrri tíma og yrkir
1) Bréf og ritgerðir IV, 228. bls.
2) Sama rit, sama bls.
3) Andvökur III, 88. bls.