Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 167
165
ins, er hann nefnir Leiði í landauðn. Þar bregður hann
upp táknrænni mynd. Hann stendur í anda á bæjarrúst-
um Kolbeins og litast um. Enn sér merki starfs hans,
ræktarlit á túnblettinum forna. En munu þessi merki
ekki mást út að síðustu, áin brjóta blettinn hans og eyð-
ingin ganga með sigur af hólmi? Þeirri spurningu getur
framtíðin ein svarað. Álengdar heyrir Stephan raddir
æskunnar hljóma. Hennar er framtíðin, og í hennar hlut
kemur að svara í verki þeirri spurningu, hvor leiðin verð-
ur valin í næstu framtíð, leið Kölska eða Kolbeins. Velji
hún leið Kölska, ljær hún eyðingunni á vald síðustu minj-
ar um störf Kolbeins Jöklaraskálds og annarra íslenzkra
alþýðuskálda. Fylgi hún troðningi Kolbeins, mun íslenzka
þjóðin enn um sinn bera gæfu til að njóta starfs hans og
ótal annarra nafnlausra manna, er rutt hafa brautina,
er til frelsis og menningar liggur. Vonandi er, að æska
þessa lands beri ætíð gæfu til þess að velja þá leið, og svo
mun verða, meðan andi Stephans G. Stephanssonar svífur
enn yfir vötnum íslenzkrar tungu og íslenzks skáldskapar.
VI
Mansöngvar og náttúrulýsingar kvæðisins
Hér að framan hefur verið fjallað um meginefni Kol-
beinslags, þ. e. sjálfan söguþráðinn og meðferð hans. I
svo löngu kvæði er hins vegar fleiri þætti að finna en
hina sögulegu, sérstaklega eru þar margar ágætar nátt-
úrulýsingar. Þær er að finna bæði í mansöngvunum og
rímunum sjálfum.
Eins og drepið var á hér á undan, er mansöngur fyrir
hverri sjálfstæðri rímu í Ijóðaflokknum. Eru mansöngv-
arnir því alls sex. Allir eru þeir örstuttir, frá einni vísu
og upp í fjórar. Hver mansöngur er eins konar inn-
gangur að eftirfarandi rímu og efni hans því í samræmi
við hana. Hins vegar er ekkert í þeim af raunverulegu