Studia Islandica - 01.06.1961, Síða 172
170
Þótt Stephan kalli kvæðishlutana rímur, er það raun-
verulega rangnefni. 1 fyrsta lagi eru sumir þeirra alls
ekki undir rímnaháttum, eins og þegar hefur verið sagt.
1 öðru lagi notar skáldið marga hætti innan sömu rímu,
en í hinum hefðbundnu íslenzku rímum var hver ríma
sér um hátt, þótt einstakar vísur innan þeirra væru stund-
um kveðnar undir dýrari afbrigðum háttarins en meg-
inríman.
Stephani skeikar hvergi í háttavali. Þeir falla alltaf
mjög vel að efninu, og sums staðar notar hann snilldar-
lega ólíka bragarhætti til þess að magna áhrif þáttaskipta
efnisins. Ég skal nefna eitt dæmi. 1 upphafi þriðju rímu
er því lýst, er Kolbeinn rær til fundar við Kölska út í
Draugasker. Kolbeinn situr undir árum og yrkir um sagn-
ir og sögur. Hann er í leiðslu, veit varla í þennan heim,
svo mjög hefur skáldskapurinn fangað hug hans. Frá
þessu segir í vísum, ortum undir hætti þeim, sem áðan
var lýst, þar sem hinir löngu þríliðir skapa kliðmjúka
hrynjandi í samræmi við efnið. En allt í einu hrekkur
Kolbeinn upp úr draumum sínum. Fram undan rís skerið,
myrkt og ægilegt, tákn raunveruleikans. 1 samræmi við
efnisbreytinguna skiptir Stephan um bragarhátt, lýsir
skerinu og aðkomunni þar með andstuttum orðum, með
stríðri hrynjandi tvíliðanna. Við það verða umskiptin
enn áhrifameiri.
Um meðferð háttanna er svipað að segja og val þeirra.
Hún er yfirleitt slík, að vandfýsnustu rímnaskáld mættu
vera hreykin af. Að sjálfsögðu er hægt, ef vel er leitað,
að finna einstöku braglýti, en þau eru mjög fá og óveru-
leg. Sem dæmi má nefna, að Stephan notar tvílið í stað
þríliðar (sbr. fyrstu vísu þriðju rímu). Tíðari er þó notk-
un þríliðar í stað tvíliðar í rímnaháttunum (sbr. t. d.
þrítugustu og aðra vísu annarrar rímu). Fleira mætti til
tína svo sem ranga áherzlu (sjá sömu vísu og áðan), en
hér skal látið staðar numið. 1 þess stað skal vikið lítið
eitt að máli og stíl kvæðisins.