Studia Islandica - 01.06.1961, Page 176
174
VIII
tJtgáfur kvæðisins
Kolbeinslag var fyrst prentað í Vesturheimsblaðinu
Heimskringlu 9. og 16. apríl árið 1914, eins og getið var
um í inngangi þessa máls. Síðar á sama ári kom það
svo út sérprentað. Að báðum þessum prentunum stóð
þáverandi ritstjóri Heimskringlu, dr. Rögnvaldur Péturs-
son. Það hefur verið greint frá því hér að framan,
hverjar orsakir lágu til þess, að Stephan sendi honum
kvæðið til birtingar í blaðinu. Á þessum tveimur útgáf-
um er enginn efnismunur. Einungis eru í sérprentuninni
leiðréttar nokkrar prentvillur, er slæðzt höfðu inn í
kvæðið í Heimskringlu. Voru sumar þeirra leiðréttar í
blaðinu sjálfu 30. apríl 1914. Ekki eru þó allar prentvill-
ur frumprentunarinnar leiðréttar í sérprentuninni, og
bendir það til þess, að kvæðið hafi ekki verið sett allt að
nýju, er það var gefið út í bókarformi. Sjá sem dæmi orð-
ið „Höfinginn“ í þrítugustu og sjöttu vísu fyrstu rímu.
Af bréfum Stephans má ráða, að dr. Rögnvaldur hefur
ráðizt í það án samráðs við Stephan sjálfan að gefa kvæð-
ið út sérprentað.1 Hefur hann vafalaust kostað útgáfu
þess úr eigin vasa að mestu eða öllu leyti.2
1 Heimskringlu 22. október 1914 ritar dr. Rögnvaldur
ritdóm um kvæðið, er þá hefur verið nýkomið út sérprent-
að. Skrifar hann um það af miklum skilningi, rekur
efni þess stuttlega og gerir grein fyrir því, hvað fyrir
höfundinum vakir. Er ólíkt að lesa þennan ritdóm eða
þau fáu orð, er dr. Valtýr Guðmundsson hafði um kvæð-
ið að segja í Eimreiðinni 1916. Virðist dr. Valtýr alls ekki
hafa kunnað að meta það að verðleikum.
1 þessu sama tölublaði Heimskringlu er annar ritdóm-
1) Sjá Brél og ritgerðir XI, 49. bls.
2) Sama, 50. bls.