Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Blaðsíða 3
BJöRN ÞóR VILHJÁLmSSON
2
óhætt er að telja Land og syni ákveðna lykilmynd í þessu samhengi, verk
sem sló tóninn fyrir íslenska kvikmyndagerð. myndin fjallar um efni sem
jafnframt var eitt hið miðlægasta í íslenskum bókmenntum og svo kvik-
myndum nær alla síðustu öld; umskiptin sem áttu sér stað þegar búferla-
flutningarnir úr sveit í borg breyttu ásýnd þjóðarinnar og lifnaðarháttum
með óafturkræfum hætti.2 Rof átti sér stað sem þurfti að vinna úr, og Land og
synir er eitt af verkunum sem það gera.3 Landsbyggðin og sveitalíf hafa æ síð-
an verið mikilvægt umfjöllunarefni og sögusvið íslenskra kvikmynda, líkt og
tvær síðustu myndir Gríms Hákonarsonar, Hrútar (2015) og Héraðið (2019),
eru dæmi um, auk nýjustu myndar Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur
(2019). Reykjavík varð þó einnig að virku og kröftugu sögusviði íslenskra
Icelandic Cinema: From Children of Nature to Volcano“, A Companion to Nordic Ci-
nema, ritstj. mette Hjort og Ursula Lindquist, West Sussex, Oxford og malden:
John Wiley & Sons, 2016, bls. 529-546.
2 Björn Ægir Norðfjörð, „Urban/Wilderness: Reykjavík’s Cinematic City-Country
Divide“, World Film Locations: Reykjavík, ritstj. Jez Conolly og Caroline Whelan,
Bristol: Intellect, 2012, bls. 42-43. Um borgar- og iðnvæðingu, sjá ólafur Ásgeirs-
son, Iðnbylting hugarfarsins: Átök um atvinnuþróun á Íslandi 1900–1940, Reykjavík:
Bókmenntaútgáfa menningarsjóðs, 1988. Ástráður Eysteinsson ræðir þessa þróun
í íslenskum bókmenntum með afar gagnlegum hætti í kaflanum „Icelandic Prose
Literature, 1940–1980“, sem birtist í A History of Icelandic Literature, Vol. 5 of Histo-
ries of Scandinavian Literature, ritstj. Daisy Neijmann, Lincoln og London: The
University Press of Nebraska, 2006, bls. 404-438, hér bls. 407-417. Sjá einnig spjall
Ágústs Guðmundssonar og Björns Þórs Vilhjálmssonar um Land og syni á Hugrás,
„Furðuleg og óhófleg bjartsýni“, Hugras.is, 29. nóvember 2017, sótt 12. september
2019 af http://hugras.is/2017/11/furduleg-og-ohofleg-bjartsyni/.
3 Kristján B. Jónasson, „Íslenska hjarðmyndin: Andstæður borgar og sveitar í 79 af
stöðinni og Land og synir“, Heimur kvikmyndanna, ritstj. Guðni Elísson, art.is og For-
lagið, 1999, bls. 905-916. Þegar hugað er að kvikmyndum sem fjalla með einum
eða öðrum hætti um togstreitu sveitar og borgar, sem og eftirköst samfélagsbreyt-
inganna sem fylgdu borgarvæðingu, mætti nefna eftirfarandi myndir (rétt er þó
að taka fram að upptalningu þessari er ekki ætlað að vera tæmandi): Óðal feðranna,
Gullsandur (Ágúst Guðmundsson, 1984), Skytturnar (Friðrik Þór Friðriksson, 1987),
Kristnihald undir Jökli (Guðný Halldórsdóttir, 1989), Börn náttúrunnar (Friðrik Þór
Friðriksson, 1991), Bíódagar (Friðrik Þór Friðriksson, 1994), Mávahlátur (Ágúst
Guðmundsson, 2001), Hafið (Baltasar Kormákur, 2002), Fálkar (Friðrik Þór Frið-
riksson, 2002), Nói Albinói (Dagur Kári, 2003), A Little Trip to Heaven (Baltasar Kor-
mákur, 2005), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir, 2007), Sveitabrúðkaup (Valdís ósk-
arsdóttir, 2008), Jóhannes (Þorsteinn Gunnar Bjarnason, 2009), Kóngavegur (Valdís
óskarsdóttir, 2010), Á annan veg (Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, 2011), Rokland
(marteinn Þórsson, 2011), Hross í oss (Benedikt Erlingsson, 2013), Albatross (Snævar
Sölvason, 2015), Bakk (Gunnar Hansson og Davíð óskar ólafsson, 2015), Hrútar
(Grímur Hákonarson, 2014), Þrestir (Rúnar Rúnarsson, 2015), Rökkur (Erlingur
óttar Thoroddsen, 2017), Sumarbörn (Guðrún Ragnarsdóttir, 2017), Svanurinn
(Ása Helga Hjörleifsdóttir, 2017), og Héraðið (Grímur Hákonarson, 2019).