Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.05.2019, Síða 67
GuNNAR TómAS KRiSTóFERSSoN
66
fást gefins fyrir hverja krónu sem keypt er fyrir í vefnaðarvörudeild verslunar
Jóns Þórðarsonar.95 Eftir þessa tilkynningu virðist sem sýningarnar hafi lagst
af fyrir fullt og allt.
Það virtist bölvanlega erfitt að koma reglulegum kvikmyndasýningum á
legg í Bárubúð. Reynslunni ríkari snéri því ólafur Þ. Johnson aftur og nú
með pétri Brynjólfssyni ljósmyndara, Sveini Björnssyni yfirdómslögmanni
(og tilvonandi fyrsta forseta lýðveldisins), Friðriki og Sturlu Jónssonum
og Carli Sæmundssyni með kvikmyndahús í austurhluta Hótels Íslands.96
Þegar peter petersen í Bíói (Bíópetersen) frétti af þessum ráðagerðum vildi
hann ekki láta í minnipokann fyrir samkeppninni og hóf þegar endurbætur
á salarkynnum sínum sem voru farin að láta á sjá. Nýtt og endurbætt Bíó
opnaði rétt rúmri viku áður en sýningar áttu að hefjast í hinu nýja bíói.
meðal endurbóta var hallandi salur, betri sæti og legubekkir í anddyrinu þar
sem menn gátu lagt sig ef löng bið var í næstu sýningu.97 Nýja bíó var nafnið
á kvikmyndahúsi ólafs og félaga og í kjölfarið var farið að kalla Reykjavíkur
Biograftheater ,,Gamla bíó“ sem festist við það og í raun tóku stjórnendur
þess nafninu fegins hendi og byrjuðu fljótlega að auglýsa undir því nafni.98
Nýja bíó hóf sýningar þann 29. júní 1912 og var fyrsti forstjóri þess fyrrum
yfirmaður Bíópetersens og ástæða þess að hann kom til Íslands árið 1905,
pétur Brynjólfsson, ljósmyndari. Nýja bíó og Gamla bíó héldu bæði velli
enda Reykjavík ört vaxandi borg og fór svo að þetta voru einu tvö kvik-
myndahús borgarinnar fram til seinna stríðs þegar Tjarnarbíó opnaði sem
öflug fjáröflunarleið fyrir Háskóla Íslands.
Lokaorð
Saga kvikmynda á Íslandi til stofnunar Nýja bíós er ekki stórbrotin saga
mikilla afreka og uppfinninga, en þetta er mikilvægur grundvöllur fyrir kvik-
myndamenningu okkar og það er mikilvægt að skilja hvernig kvikmynda-
saga Íslendinga fléttast inn í kvikmyndasögu Evrópu á þó eins margslunginn
máta og ég hef vonandi náð að lýsa í þessari grein. Skemmtanir á hjara ver-
95 Ísafold, 11. 12. 1909, bls. 327. Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi mynda“,
bls. 807.
96 Erlendur Sveinsson, ,,NÝJA BÍó – á sjötugasta starfsári“, Kvikmyndir á Íslandi 75
ára – Afmælisrit, ritstj. Erlendur Sveinsson, Reykjavík: Gamla bíó, Nýja bíó, Kvik-
myndasafn Íslands, 1981, bls. 7-9, hér bls. 7.
97 „Kvikmyndahúsin“, Reykjavík, 22. 06. 1912, bls. 99.
98 Reykjavík, 06. 07. 1912, bls. 105. Eggert Þór Bernharðsson, ,,Landnám lifandi
mynda“, bls. 807.